Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1954, Page 47

Eimreiðin - 01.04.1954, Page 47
EIMREIÐIN BRÆÐURNIR 119 dyrnar, en rétt innan við þröskuldinn tekur hún lykilinn með hendinni, og svo staðnæmist hún eins og illur andi. í kirkjunni er málverk, sem allir stanza framan við og fara að hlæja. Það er af djöfli, sem hefur beygt mannslíkama aftur á bak, svo að fingurnir snerta hælana. Á eldforki sínum snýr hann þessu lif- andi hjóli hvíldarlaust í hring, en með litla hökuskeggið sitt minnir hann á einfalda geit, og allir hlæja að honum nema stynj- andi fórnardýr hans. Enginn hefur skilið, hvað mynd þessi á að takna, en hún er ímynd kærleikans. Greinarnar lömdu Eirík í andlitið eins og svipur, og þegar hann vék sér til hliðar, stóð hann úti fyrir glugga Maríu, en inni var dimmt, og innan við hann hékk grá voð í stað gluggatjalds. — Hún sefur rótt og vel, hugsaði hann, einungis ég verð fyrir alvarlegum örvaskotum. Þegar ég nýverið leit inn í hjarta henn- ar, virtist mér, að þar yxi fagurt, blátt blóm, sem hafði þó svo Srannar rætur, að ég gæti, hvenær sem væri, flutt þessa jurt í aðra krukku ... Kain, Kain! í hálfrökkrinu tók hann eftir rauðu blettunum á sandgötunm að baki sér, og hann var svo sannfærður um, að þeir væru blóð, að hann beygði sig niður til að athuga þá. Sem hann skynjaði, að þetta voru einungis nokkur sundur troðin blöð, hló hann beizklega. — Nei, ég er ekki nógu sterkur í illsku minni til þess að vera Kain. Sé þetta ást, þá er ástin sú mesta angist og kvöl, sem yfir oss getur komið. Þá líkist aldingarður ástarinnar helzt sjúkrastofu. Vesalings sálin engist af þjáningu ... Ef til vill er sörm ást og hamingjusöm til, sú ást, sem menn öðlast í þungn °g hljóðri baráttu, einmitt sú, sem einskis krefst og breytir elsk- huganum í ósýnilega, stöðugt nálæga veru ... Og sjálfri er benni ókunnugt um það ... Þegar dagaði og hann varð að hátta, hugsaði hann: — Gott er, að ég skuli engan spegil hafa. Ég veit, hvernig ástfanginn maður lítur út: Ljósfælnir, smáir og samandregmr augasteinar án vilja og vits! Éftir þessa nótt var Eiríkur enn þá lotningarfyllri, en um leið ástúðlegri gagnvart Maríu. Á litlar pappírsræmur skrifaði hann visur um fullkomleika hennar og geymdi þær vandlega milli blaðanna í ljóðum Stagnelíusar, og þegar hann las þær fyrir henni, hélt hún, að hún hlýddi á söngva hins mikla skálds. Dytti Þá laufblað af tré niður í bókina, lét hann það liggja sem merki lil minningar.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.