Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1954, Síða 50

Eimreiðin - 01.04.1954, Síða 50
122 BRÆÐURNIR eimreiðin Hún fleygði dótinu sínu í sætið og flýtti sér ofan til að faðma gömlu hjónin. í hraðanum, sem á henni var, hvarf hún varla til Eiríks. Hann gat ekki misskilið fölskvalausa gleði hennar, og sem fagnandi barn fór hún að tala við hestinn. Hún tók ekki eftir því, að flutningadrengurinn sótti malinn sinn og ýtti honum að fóðurpokanum á vagngólfinu. — Nú getum við bráðum haldið brúðkaup okkar, Eiríkur, eins og þú ert vanur að nefna það ... Og þegar Fabian kemur, verð- urðu að standa við orð þín og reisa sjálfur upp heiðurshliðið. — Þú veitir því víst ekki athygli, að ég er tilbúinn að fara í sama vagni, sem flutti þig hingað. Þú skilur ... störf og skyldur! Slíkt fellst til, þegar árin líða. Hann kvaddi í flýti, og þótt hann ávallt hefði verið ofsafenginn við akstur, hafði aldrei neinn séð hann aka eins og í þetta skipti- í mörg ár á eftir fannst honum hann stöðugt sitja í vagninum og aka með sama ofsahraða frá einum áfanga til annars, frá einni þjónustu til annarrar. Allt vissi hann og skildi, tók á móti pen- ingum og skipunum sem sjálfsögðum hlutum. Hann varð nafn- togaður maður, orður og merki fylltu áður en varði þar til ætlað skrín, en í bókaskáp hans voru einkum suður-franskar og ítalskar bækur. í tómstundum sínum nam hann gítarleik, og í vinahópi kom ósjaldan fyrir, að hann slökkti ljósið í fremra herberginu og söng í myrkrinu einhverja sveitavísu, sem hann kunni. Oft skynj- uðu áheyrendur hans, að einstök erindi táknuðu þá vináttu, sem er fegursta blóm þeirrar ástar, er síðast fölnar, en jafnoft grun- aði þá, að hin framandi orð heyrðu ekki til neinni tungu og hefðu einungis óákveðna og leyndardómsfulla merkingu, sem hann sjálf- ur lagði í þau með hljómnum. Saro la sonja Beatrice! Á efri árum varð hann æ meiri sérvitringur, er margar sögur gengu af. Einkanlega var það eitt af hans sérkennum, sem vakti furðu. Við hlið hans hjá miðdegisverðarborðinu stóð ávallt tóm- ur stóll og ónotaður borðbúnaður, og handa hinum ósýnilega gesti var einnig samanvafinn pentudúkur innan í silfurhring, sem var þó alveg látlaus og ekkert á hann letrað. Hjá honum sátu nokkrir vinir, og þeir lyftu glösunum til þess að þakka honum, þá sneri hann sér ætíð að auða stólnum og bað þá að skála við húsfreyjuna. — Þarna situr mín ósýnilega kona, sagði hann. Hver hún er, veit enginn nema ég. Einu sinni var hún á lífi, og hvort hún lif>r eða ekki, er mitt leyndarmál. Sjálf vissi hún síðast, hvers virði hún varð mér. Aldrei íþyngdi ég lífi hennar með þeirri vitneskju- Allt það bezta, sem hún átti, öðlaðist ég líkt og vitrun, sem minn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.