Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1954, Side 60

Eimreiðin - 01.04.1954, Side 60
132 ARABISKAR BÓKMENNTIR EIMREIÐlN á ríkisstjómarárum kalífans Harun al-Rashid, en svo gætir einnig mikilla áhrifa frá Egyptalandi, svo sem í frásögnum af loftönd- um og margs konar töfrum. Einnig gætir áhrifa frá Indlandi og úr indverskum bókmenntum, svo sem frá Mahabharata. Þúsund og ein nótt hefur verið talin ágætasta sagnasafn, sem Vestur- landabúar hafa fengið frá Austurlöndum, enda hefur bókin hlotið óhemju vinsældir með vestrænum þjóðum og nýtur þeirra vin- sælda enn þann dag í dag, enda þýdd á flest tungumál Vestur- landa. Meðal Araba sjálfra hefur ritið aldrei náð svipuðum vin- sældum og erlendis. Sumir mestu menningarfrömuðir þeirra hafa talið það bæði heimskulegt rit og ósannar lýsingar þess á arabiskri menningu og lifnaðarháttum. Þó er það mikið lesið í laumi meðal almennings í arabiskum löndum. Á 19. öld var miðstöð arabiskrar menningar í Miklagarði, enda réði Tyrkjasoldán, sem þar hafði aðsetur, mestu í löndum Araba og taldist yfirmaður Múhameðstrúarmanna í Asíu og Afríku. Helztu leiðtogar þeirra á þessu tímabili voru þeir Jamal-al-Din al-Afghani (1839—97) og lærisveinn hans, Muhammed Abdu (1849—1905). Sá fyrrnefndi barðist fyrir því að sameina allar þjóðir Múhameðstrúarmanna og kom af stað uppreisn í Egypta- landi, sem leiddi til þess, að Bretar lögðu undir sig landið. Hann samdi tvö rit um skoðanir sínar, og kom annað þeirra út í París árið 1884. Þar gerir hann grein fyrir því, hvernig Múhameðs- trúarmenn geti með mestum árangri varizt vestrænum áhrifum- Hinn síðar nefndi, sem gerðist snemma lærisveinn og aðdáandi al-Afghanis, samdi rit um dulræna reynslu sína, sem vakti mikla athygli. Annað rit hans, Um sameininguna við guðdóminn, aflaði honum enn meiri frægðar, enda var hann talinn lærðasti guðfræð- ingur og trúvamarmaður Múhameðstrúarmanna, sem þá var uppi- Nafnfrægur sagnfræðingur var Shibab-al-Din al-Salawi (1835— 97), sem ritaði sögu Marokko, þar sem hann var fæddur og starf- aði lengst af ævinnar. Er bók þessi talin hið bezta heimildarrit, sem til er um uppruna Marokkobúa, líf þeirra og menningu. Eitt bezta ljóðskáld Araba á 19. öld var Sýrlendingurinn Khalil Matram- í ljóðum hans gætir mjög áhrifa frá vestrænni menningu. Árið 1908 kom út safn ljóða hans undir nafninu al-Khalil (Vinurinn)- Árið 1913 stofnaði Háskóli Egyptalands til hátíðar til heiðurs arabiskum bókmenntum, og var Khalil Matram þar heiðursgestur. Allir helztu rithöfundar og skáld Araba voru þátttakendur í hátíð- inni, svo sem ljóðskáldið Shakib Arslan, prins, sem síðari hluta ævinnar átti heima í Svisslandi, Amin Rihani (1876—1940), fædd-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.