Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1954, Qupperneq 60

Eimreiðin - 01.04.1954, Qupperneq 60
132 ARABISKAR BÓKMENNTIR EIMREIÐlN á ríkisstjómarárum kalífans Harun al-Rashid, en svo gætir einnig mikilla áhrifa frá Egyptalandi, svo sem í frásögnum af loftönd- um og margs konar töfrum. Einnig gætir áhrifa frá Indlandi og úr indverskum bókmenntum, svo sem frá Mahabharata. Þúsund og ein nótt hefur verið talin ágætasta sagnasafn, sem Vestur- landabúar hafa fengið frá Austurlöndum, enda hefur bókin hlotið óhemju vinsældir með vestrænum þjóðum og nýtur þeirra vin- sælda enn þann dag í dag, enda þýdd á flest tungumál Vestur- landa. Meðal Araba sjálfra hefur ritið aldrei náð svipuðum vin- sældum og erlendis. Sumir mestu menningarfrömuðir þeirra hafa talið það bæði heimskulegt rit og ósannar lýsingar þess á arabiskri menningu og lifnaðarháttum. Þó er það mikið lesið í laumi meðal almennings í arabiskum löndum. Á 19. öld var miðstöð arabiskrar menningar í Miklagarði, enda réði Tyrkjasoldán, sem þar hafði aðsetur, mestu í löndum Araba og taldist yfirmaður Múhameðstrúarmanna í Asíu og Afríku. Helztu leiðtogar þeirra á þessu tímabili voru þeir Jamal-al-Din al-Afghani (1839—97) og lærisveinn hans, Muhammed Abdu (1849—1905). Sá fyrrnefndi barðist fyrir því að sameina allar þjóðir Múhameðstrúarmanna og kom af stað uppreisn í Egypta- landi, sem leiddi til þess, að Bretar lögðu undir sig landið. Hann samdi tvö rit um skoðanir sínar, og kom annað þeirra út í París árið 1884. Þar gerir hann grein fyrir því, hvernig Múhameðs- trúarmenn geti með mestum árangri varizt vestrænum áhrifum- Hinn síðar nefndi, sem gerðist snemma lærisveinn og aðdáandi al-Afghanis, samdi rit um dulræna reynslu sína, sem vakti mikla athygli. Annað rit hans, Um sameininguna við guðdóminn, aflaði honum enn meiri frægðar, enda var hann talinn lærðasti guðfræð- ingur og trúvamarmaður Múhameðstrúarmanna, sem þá var uppi- Nafnfrægur sagnfræðingur var Shibab-al-Din al-Salawi (1835— 97), sem ritaði sögu Marokko, þar sem hann var fæddur og starf- aði lengst af ævinnar. Er bók þessi talin hið bezta heimildarrit, sem til er um uppruna Marokkobúa, líf þeirra og menningu. Eitt bezta ljóðskáld Araba á 19. öld var Sýrlendingurinn Khalil Matram- í ljóðum hans gætir mjög áhrifa frá vestrænni menningu. Árið 1908 kom út safn ljóða hans undir nafninu al-Khalil (Vinurinn)- Árið 1913 stofnaði Háskóli Egyptalands til hátíðar til heiðurs arabiskum bókmenntum, og var Khalil Matram þar heiðursgestur. Allir helztu rithöfundar og skáld Araba voru þátttakendur í hátíð- inni, svo sem ljóðskáldið Shakib Arslan, prins, sem síðari hluta ævinnar átti heima í Svisslandi, Amin Rihani (1876—1940), fædd-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.