Eimreiðin - 01.04.1954, Side 84
Símon Jóh. Ágústsson: LIST OG
FEGURÐ. Rvík 1951 (HlaÓbúS).
Það er gríðarlega erfitt að skil-
greina og lýsa með orðum þvi, sem
á voru máli heitir list og fegurS.
Viðhorf manna til þessara hluta er
svo misjafnt. Einhver hópur manna,
málsmetandi, tekur upp á þvi að segja,
að viss tjáning, til dæmis málverka,
músíkur eða skáldskapar, sé list. Niu-
tiu af hundraði venjulegra manna
botnar hvorki upp né niður i þessari
„list“, en samt er það list, af þvi að
hópur manna sér eða heyrir i þvi
list. Eins er það með fegurð. Gamalt
máltæki segir, að hverjum þyki sinn
fugl fagur. öðrum þykir sá fugl
kannske ljótur. Oft er það komið
undir sálarlífi fólks, hvað þvi þykir
fagurt og hvað ljótt. Einum þykir
öræfasvæði og jöklar, gróðurlausir
sandar og auðnir, grjótfell og hrika-
legir hamrar fagurt. Aðrir vilja forð-
ast þetta sem mest, en kjósa grösugar
sveitir og gróðursælar og sjá þar
náttúrufegurð við sitt hæfi. Þetta get-
ur jafnvel verið tízkuatriði. Fyrir 70
—80 árum þótti flestum Þingvellir
ljótir, eftir þvi sem mér var sagt. Nú
er öldin önnur. Stundum þykja feitar
konur fegurstar. Á öðrum timum eiga
þær helzt að vera sem magrastar.
Allir kannast við þetta. Stundum er
mtiðins, að karlmenn gangi með skegg
(a. m. k. yfirskegg) o. s. frv. Fegurð
verður því illa ákveðin með visind-
um. Hún er allt of margbreytileg og
hverful.
En samt er ekki ófróðlegt að at-
huga þetta mál. Prófessor Simon Jóh.
Ágústsson hefur gert það rækilega 1
þessari bók, sem er 152 bls., þétt
prentuð. — Auðvitað er fróðlegt að
lesa það, sem þessi hálærði heini-
spekingur segir um þessi mál. Hann
hefur sinn lærdóm frá öðrum að
miklu leyti, en kemur svo með sinar
skarplegu athugasemdir og athugan-
ir, vitnar til dæmis oft i islenzk skáld,
svo sem Einar Bendiktsson, Matthías
o. fl. — Skýring sálkönnuða um, of
hverju menn taki upp dulnefni, er
skökk, að minnsta kosti um suma.
Ástæðan er oftast sú, að menn eru
hlédrægir og vilja sjá, hvernig skáld-
skapnum er tekið, áður en þeir láta
aðra vita, að þeir séu að fást við
slíkt föndur, en alls ekki hin svo-
nefnda „ödipusduld" (þ. e. að af-
neita ætt sinni).
Lafontaine segir: „Le bien est
rarement camarade du beau.“
Þetta er, að mínu áliti, ekki rétt,
heldur slagorð, sem ekki á gildi að
vel athuguðu máli. Hið góða er nefm-
lega œtíð fagurt, og engin fegurð er
í raun og veru til nema hún sé jafn-
framt góð. Sumir nota orðið „æg1'
fegurð", til dæmis um eldgos, jökul-
hlaup og slíkt. Sé hér um stórskaða
að ræða, er fyrirbrigðið ekki fagurt,
heldur átakanlegt og sorglegt.