Eimreiðin - 01.09.1960, Blaðsíða 45
EIMREIÐIN
229
mér, með hárið allt í óreiðu, og
hvíta blússan hennar var rifin of-
an frá hálsmáli og niður úr, og ég
fór aftur að horfa á himininn og
stjörnurnar og tunglið, en snökkt-
ið hætti ekki. Af hverju var mann-
eskjan að gráta? Var hún ekki bú-
m að fá sitt fram, fá það, sem hún
hafði óskað eftir? Ég velti mér á
hliðina, reis upp á olnbogann og
sagði:
— Það var skrök, sem ég sagði
um tvíburamerkið áðan, að það
hefði slærna afstöðu. Þú mátt vera
róleg þess vegna. Auk þess hef ég
ekkert vit á stjörnuspáfræði.
— Fantur! hvæsti hún rnilli sant-
anbitinna tannanna.
Ég hallaði mér á bakið aftur og
hugsaði: Nú, hver andskotinn geng-
l,r að manneskjunni.
Hún hætti smám saman að
snökkta, og orðin komu slitrótt og
á stangli:
. ~ Ég er ekki hrædd við afleið-
ingarnar, sagði hún. — Það er ekki
það, senr ég hræðist. En það var
annað miklu verra, þúsund sinnum
verra. Og þig getur ekki einu sinni
rennt grun í, hvað það er?
— Ég er gersneyddur öllu hug-
niyndaflugi, sagði ég.
Þú ert fífl og ruddi, hreytti hún
nt úr sér. — Sálarlaus ruddi. Get-
urðu þá ekkert skilið? Þarf ég að
segja þér það?
~ Mig skortir tilfinnanlega and-
r*ki, sagði ég.
Þú átt ekki skilið að fá að vita
það, en ég ætla samt að segja jrér
það. Ég lief aldrei vitað, hvað það
var fyrr en nú, og ég hafði ekki
hugmynd um að þetta væri til.
— Hvað, hvað var? Hvað væri
til?
— Svona lieimskur ertu ekki!
Reyndu að hugsa!
— Það er nú til nokkurs að skipa
manni að hugsa.
Ég lá stundarkorn á bakinu og
allt í einu rann upp fyrir mér Ijós.
Ég reis upp á olnbogann og sagði.
— Heldurðu, að ég trúi því?
— Það er satt.
— Og eftir fimmtán ára hjóna-
band.
— Já, eftir fimmtán ára hjóna-
band.
Ég þagði stundarkorn, hugsaði
mig um og sagði:
— En ég sé enga ástæðu til að
skæla út af þessu. Þú ættir miklu
fremur að vera glöð, því nú veiztu
þá, hvað það er að lifa.
— Það er einmitt Jrað versta. Ég
vildi ég hefði aldrei fengið að vita
það. Eftir hálfan mánuð fer ég
heim og fæ kannske aldrei að vita
Jrað framar. Það er hræðilegt að
liafa aðeins einu sinni kynnzt Jrví
og síðan aldrei framar. En þetta
var allt mér að kenna, Jrví ég lá
svo nálægt Jrér, og blússan mín var
svo flegin að Jrað var engin von þú
stæðist það.
— Góða, farðu nú ekki að taka
sökina á Jng, ef um nokkra sök er
að ræða, sem ég er alls ekki viss um.
Og liafðu engar áhyggjur út af
hinu, því ég verð á Eyrinni í vetur
og kannske lengur.
— Nei, Jætta má aldrei korna
fyrir aftur, sagði hún áköf — því
Jrá skeður það aftur og aftur, og
ég get ekki hætt, og seinast verð ég
— ég veit ekki hvað. Við megum