Eimreiðin - 01.09.1960, Blaðsíða 64
248
EIMREIÐIN
ár koma út eftir hann tíu ný söng-
lög. Hann heldur einnig upp á
fertugsafmælið sitt með þeini
skemmtilega hætti. Einnig þessi lög
munu verða aufúsugestir óteljandi
vinurn lians um allt land.
Því Sigfús Halldórsson á vini
um allt land, þó að hann gegni sín-
um borgaralegu skyldustörfum í
Reykjavík. Þeir skipta þúsundum,
sennilega tugum þúsunda, sem sótt
hafa sér hlátur og hressandi gleði
á skemmtisamkomur þær, sem Sig-
fús hefur átt hlutdeild að víðsveg-
ar um land og í höíuðborginni á
undanförnum árum, glaðst við söng
hans og hljóðfæraleik, innilega
glaðværð hans og gamansemi,
græskulausa kímni hans og fjör.
Sigfús er allra manna velkomnast-
ur, hvort lieldur er í vinahópi eða á
mannfundum. Engan veit ég
grandvarari eða góðviljaðri í orð-
um eða hug til starfsbræðra sinna í
listinni. Hann gleðst yfir hverju
því, sem öðrum gengur vel, harmar
það sem miður fer eins og bróðir
ætti í hlut. Ég þekki engan mann,
sem tekur honum fram í þeirri
list að vera blátt áfram, né nokkurn
hlýrri og alúðlegri. Þó er líklega
ekki nema eitt eintak til af lionum
í veröldinni — eintakið Sigfús Hall-
dórsson.
Holti, 7. september 1960.
Ég hef aldrei gert mig til í skáldskap mínum. Ég hef aldrei oi£
né talað um það sem ég hef ekki lifað sjálfur, það sem ekki heh11
brunnið í fingrum mér og knúð mig til sköpunar. Ástarkvaeði oi11
ég einungis, þegar ég var ástfanginn.
Goethe.