Eimreiðin - 01.09.1960, Blaðsíða 17
EIMREIÐIN
201
Það var háðshreimur í rödd hennar. Hún sleit sig a£ mér með
snöggu taki og þaut a£ stað. Ég reiddist henni dálítið; — ég var gaet-
lnn maður, og mér hafði stundum verið núið því um nasir, að
það stafaði a£ hugleysi. En nú var hvorki staður né stund til að
móðgast. Ég renndi mér á eftir henni og komst fram fyrir hana,
tók um báða handleggi hennar og hélt henni fastri; hún stimpaðist
eilítið við, og þegar hún hætti því, sá ég, að það voru tár í augun-
um á henni. Enn virti hún mig fyrir sér stundarkorn.
..Þú ert hræddur!" sagði hún loks. „Eins og það sé ekki nóg að
vera auðnuleysingi, þarftu endilega að vera heigull líka!“
Ég varð öskuvondur, en reyndi samt að stilla mig og tala um
fyrir henni, því að líf hennar lá við: „Hlustaðu nú á mig, Anna
mín: Það verður að hafa það, þótt þú trúir á mig öllu illu, en leyfðu
mér að koma vitinu fyrir þig, svo að þú álpist ekki fram af Efragils-
björgunum! Ég veit, að þessi leið liggur þangað.“
Hún starði á mig steinþegjandi langa stund. Við vorum svo nærri
hvort öðru, að ég fann ylinn af andardrætti hennar. Ég var mjög
bstyrkur, því að ég óttaðist, að mér tækist ekki að sannfæra hana,
°g hvað átti ég þá að taka til bragðs? Mér fannst óratími líða, áður
en hún tók til máls. Hún sagði lágt og mjög alvarlega:
..Veiztu nema ég viti það likai — Ég hef stundum ltaldið, að
Þér þætti svolítið vænt um mig; en það er líklega til of mikils mælzt
~~ og sennilega þorirðu ekki að fylgja mér — þessa leið?“
Mér finnst undarlegt að hugsa til þess núna, en það fór gleði-
straumur um mig allan; ég varð svo hamingjusamur, að um
stund var mér varnað máls: Hún vissi þá, hvað hún var að gera, hún
þekkti leiðina og fór hana samt — min vegna! Hún elskaði mig svo
beitt, að hún vildi deyja með mér!
>.Anna mín!“ hvíslaði ég. „Heldurðu virkilega, að ég þori ekki
að deyja með þér; — skelfing þekkirðu mig lítið! — Æ, hvað þú
hefur glatt mig, Anna! —■ Og nú vil ég lifa! — Heyrðu, þótt þú
llúir ekki á framtíðarhorfur mínar, þá getur það nú lagazt, úr því að
þér þykir dálítið vænt um mig. Ég skal nefnilega segja þér, að upp-
hnningarnar mínar eru ekki eins vitlausar og margir halda; ég er
a góðum vegi með —Hún tók fyrir munninn á mér, svo að ég
§at ekki sagt henni, að einmitt þá var ég á góðum vegi með að
selja fyrstu uppfinninguna, einmitt þessa, sem gerði mig frægan
llnt allan heim, áður en ég varð þrítugur.
..Segðu ekki meira!“ sagði hún fastmælt og ákveðin. „Ég trúi