Eimreiðin - 01.09.1960, Blaðsíða 72
256
EIMREIÐIN
glöggum dráttum dregin og þrung-
in samúð, svo sem vænta mátti frá
því tilfinningaríka mannúðarinn-
ar skáldi, en þó er kvæðið um ann-
að fram lofsöngur um göfgi vinn-
unnar fremur en ádeila, eins og
lýsir sér í upphafserindinu:
Hann gengur með sögina sína
og sagar frá morgni til kvelds,
og vermist í grimmdum og gaddi
við glæður hins heilaga elds,
er kviknar í iðjumanns æðum
við áreynslu, dugnað og störf,
þá hugurinn dvelur lieima,
en höndin er knúin af þörf.
En það var úti í nýlendum þeirra
víðs vegar vestan hafs, sem íslenzkir
landnemar þarlendir liáðu sína
hörðustu brautryðjendabaráttu og
hvergi fremur en í Nýja íslandi í
Manitobafylki í Kanada. Guttorm-
ur J. Guttormsson skáld, sem fædd-
ur er þar á hinum fyrstu landnáms-
árurn, og þekkir þess vegna af eig-
in sjón og reynd strit og stríð land-
nemanna, hefur lýst því í bundnu
máli og óbundnu. I mjög athyglis-
verðu viðtali, sem skáldið átti við
Valtý Stefánsson ritstjóra í íslands-
ferð sinni sumarið 1939, féllu lion-
um þannig orð:
„Hluturinn er,“ sagði hann, „það
var ekki hvítra manna land, sem ís-
lenzku frumbyggjunum var vísað á
þarna í Nýja íslandi. Mikið hefur
verið um landnám þeirra skrifað.
En raunasaga þeirra hefur ekki ver-
ið sögð eins og hún var. Faðir
minn kom vestur, áður en mestu
liörmungarnar komu þar, þegar
harðindin voru mest og bólan drap
flest fólk og margir flúðu suður til
Dakota. — Ryðja þurfti skóginn
og ræsa landið. Skógurinn var
höggvinn, þurrkaður og brennd-
ur, og síðan byrjaði framræslan ut
í vatnið. í ungdæmi mínu var ekki
liægt að koma út fyrir dyr án þess
að vaða, þar sem nú er blómleg
byggð; þar sem voru ófær fen, eru
akrar og harðvelli. En erfiðið, sern
frumbýlingarnir lögðu á sig, var
meira en nokkur hefur lýst.“
Á ennþá eftirminnilegri hátt hef-
ur Guttormur samt lýst brautryðj-
endabaráttu landnemanna í kvasð-
um sínum. Söguljóðið Jón Aust-
firðingur, fyrsta kvæðasafn hans, a
þangað beint rætur sínar að rekja,
og gegnir sama máli um mörg
fleiri; sætir það engri furðu, þegal
þess er minnzt, hversu frumlierja-
baráttan liafði höggvið nærri hon-
um. Foreldrar lians höfðu bæði
hnigið að velli um aldur fram 1
þeirri hörðu glímu við ofurefl*
liinna andvígustu lífskjara. Fór það
því að vonum, að raunir braut-
ryðjendanna orkuðu sterklega a
hug hans og yrðu honum efn1
fjölmargra kvæða. Þegar litið er til
hins austfirzka ætternis hans, kemu1
það ekki á óvart, að hann yrku
þennan kvæðaflokk sinn um „Jð^
Austfirðing". En þótt nafnið min111
á föður skáldsins, er þar í rauninnn
að sögn sjálfs hans, um að raeða
heildarmynd af baráttu og sig1'11111
brautryðjenda-kynslóðarinnar alh
ar, og má faðir hans því skoðast sem
samnefnari hennar, að svo miW11
leyti sem kvæðaflokkurinn er saga
hans. Og vissulega er þar að finlia
hjartnæma og glögga lýsingu
brautryðjendalífi íslendinga