Eimreiðin - 01.09.1960, Blaðsíða 88
272
EIMREIÐIN
þættir af kunnum Norðlendingum,
eftir Björn R. Árnason á Dalvík,
sjálfsævisögu hins heimsfræga
ójærusöngvara, Chaliapin og skáld-
söguna Á ferð og ílugi.
DANMÖRK.
Eimreiðinni hefur borizt bóka-
skrá Gyldendals í Danmörku yfir
bækur, sem koma út lijá forlaginu
fyrir næstu áramót. Álls er þar
greint frá 150 bókum og ritsöfnum,
bæði frumsömdum á dönsku og
þýddum, en meðal þeirra eru rit-
verk margra öndvegishöfunda.
Það, sem einkum kann að vekja
athygli íslenzkra lesenda í bókaskrá
þessari, er útgáfa íslendingasagna
I—III bindi, alls um 1000 blaðsíð-
ur, og er verkið myndskreytt eftir
Johannes Larsen. í bókaskrá Gyld-
endals segir, að það séu nú liðin
meira en 30 ár frá því útgáfufélag
íslendingasagna og Gyldendal gáfu
út íslendingasögur i þýðingu nokk-
urra þekktra ritliöfunda, en þeir
voru: Vilh. Andersen, Johs. Brond-
um-Nielsen, Gunnar Gunnarsson,
Knud Hjortö, Ludvig Holstein,
Johannes V. Jensen, Tom Kristen-
sen, Hans Kyrre og Thörger Lar-
sen. Verkið hefur nú verið ófáan-
legt í mörg ár, og því er það nú gef-
ið út aftur í nýjum og glæsilegum
búningi, og mun kosta í bandi 285
krónur danskar.
Ennfremur kemur út hjá Gylden-
dal í haust Paradísarheimt Hall-
dórs Kiljans Laxness í þýðingu
Martin Larsen.
Að sjálfsögðu gefst hér ekki rúm
til þess að rekja ýtarlega þessa
miklu bókaskrá, en þó skal drepið
á verk nokkurra höfunda, sem ís-
lenzkum lesendum eru að góðu
kunnir.
Færeyski rithöfundurinn, Willi'
am Heinesen, kemur með nýtt sniá-
sagnasafn, sem nefnist Jarðarför
Gamaliels. Karen Blixen er þarna
með tvær bækur, Skygger paa Græs-
set og Sandhedens Hævn, og ljóða-
söfn koma út eftir Piet Hein, Har-
ald Herdal, Frank Jæger og Nis
Petersen.
í bókaskránni er getið nýrrar
skáldsögu eftir Par Lagerkvist, er
nefnist Aliasverus’ Död, og kemur
bókin út samtímis í Svíþjóð og
Danmörku. Þetta er þriðja og síð-
asli hluti skáldverksins er hófst með
Barabbas.
John Steinbeck er nú sagður mest
lesni —ameríski höfundurinn x Dan-
mörku, en ílestar af bókum hans
hafa verið þýddar þar áður, og nú
gefur Gyldendal út heildarsafn
veika hans í átta bindum.
Loks skal getið þýddra smásagna-
safna er Gyldendal gefur út. f
fyrsta lagi er það úrval smásagna
eftir Thomas Mann, 16 sögur, og
í öðru lagi 10 smásögur eftir Franz
Kafka, myndskreyttar af danska
listamanninum Lars Bo.
NOREGUR.
Harald Grieg forstjóri Gylden-
dals Norsk forlag liefur fyrir nokkrn
skýrt frá því helzta, sem það forlag
gefur út fyrir áramótin, en á bóka-
listanum eru samtals 101 bókartit-
ill og virðist því verða úr mörgu
að velja. Aðeins fátt eitt skal tali
hér.
Það sem helztu tíðindum sastn