Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1960, Qupperneq 17

Eimreiðin - 01.09.1960, Qupperneq 17
EIMREIÐIN 201 Það var háðshreimur í rödd hennar. Hún sleit sig a£ mér með snöggu taki og þaut a£ stað. Ég reiddist henni dálítið; — ég var gaet- lnn maður, og mér hafði stundum verið núið því um nasir, að það stafaði a£ hugleysi. En nú var hvorki staður né stund til að móðgast. Ég renndi mér á eftir henni og komst fram fyrir hana, tók um báða handleggi hennar og hélt henni fastri; hún stimpaðist eilítið við, og þegar hún hætti því, sá ég, að það voru tár í augun- um á henni. Enn virti hún mig fyrir sér stundarkorn. ..Þú ert hræddur!" sagði hún loks. „Eins og það sé ekki nóg að vera auðnuleysingi, þarftu endilega að vera heigull líka!“ Ég varð öskuvondur, en reyndi samt að stilla mig og tala um fyrir henni, því að líf hennar lá við: „Hlustaðu nú á mig, Anna mín: Það verður að hafa það, þótt þú trúir á mig öllu illu, en leyfðu mér að koma vitinu fyrir þig, svo að þú álpist ekki fram af Efragils- björgunum! Ég veit, að þessi leið liggur þangað.“ Hún starði á mig steinþegjandi langa stund. Við vorum svo nærri hvort öðru, að ég fann ylinn af andardrætti hennar. Ég var mjög bstyrkur, því að ég óttaðist, að mér tækist ekki að sannfæra hana, °g hvað átti ég þá að taka til bragðs? Mér fannst óratími líða, áður en hún tók til máls. Hún sagði lágt og mjög alvarlega: ..Veiztu nema ég viti það likai — Ég hef stundum ltaldið, að Þér þætti svolítið vænt um mig; en það er líklega til of mikils mælzt ~~ og sennilega þorirðu ekki að fylgja mér — þessa leið?“ Mér finnst undarlegt að hugsa til þess núna, en það fór gleði- straumur um mig allan; ég varð svo hamingjusamur, að um stund var mér varnað máls: Hún vissi þá, hvað hún var að gera, hún þekkti leiðina og fór hana samt — min vegna! Hún elskaði mig svo beitt, að hún vildi deyja með mér! >.Anna mín!“ hvíslaði ég. „Heldurðu virkilega, að ég þori ekki að deyja með þér; — skelfing þekkirðu mig lítið! — Æ, hvað þú hefur glatt mig, Anna! —■ Og nú vil ég lifa! — Heyrðu, þótt þú llúir ekki á framtíðarhorfur mínar, þá getur það nú lagazt, úr því að þér þykir dálítið vænt um mig. Ég skal nefnilega segja þér, að upp- hnningarnar mínar eru ekki eins vitlausar og margir halda; ég er a góðum vegi með —Hún tók fyrir munninn á mér, svo að ég §at ekki sagt henni, að einmitt þá var ég á góðum vegi með að selja fyrstu uppfinninguna, einmitt þessa, sem gerði mig frægan llnt allan heim, áður en ég varð þrítugur. ..Segðu ekki meira!“ sagði hún fastmælt og ákveðin. „Ég trúi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.