Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Síða 15

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Síða 15
ÁGÚSTA PÁLSDÓTTIR um barna sem höfðu áhuga á að lesa og þeirra sem lásu lítið. Mestur var munurinn meðal elstu kynslóðarinnar. Nær allir afar og ömmur þeirra barna sem höfðu áhuga á því að lesa lásu mikið í tómstundum sínum, en það á einungis við um helming af öfum og ömmum þeirra barna sem höfðu lítinn áhuga á lestri. Meðal foreldra barnanna var munurinn minni. I báðum hópum var að finna fjölskyldu þar sem hvorugt foreldranna hafði áhuga á lestri. En jafnframt hafði a.m.k. annað foreldri, sex þeirra sjö barna sem lásu lítið, áhuga á tómstundalestri og hefðu því átt að geta verið fyrirmynd að því að lesa í tómstundum sínum. Hér á eftir verða rakin nokkur helstu atriði sem greindu að fjölskyldur þeirra barna sem lásu í tómstundum sínum og þeirra sem höfðu lítinn lestraráhuga. Tómstundavenjur og lestraráhugi Þegar tómstundavenjur foreldra og barna voru bornar saman kom í ljós að venjur barnanna endurspegluðu í stórum dráttum venjur foreldra þeirra. Auk þess mátti oft sjá að tómstundavenjur foreldra barnanna, afa þeirra og amma, voru svipaðar. Jafnframt komu fram vísbendingar um að samhengi geti verið milli þess hversu áhugasöm bömin voru um lestur og hvernig tómstundavenjum þeirra í heild var háttað, því áhugamál þeirra barna sem lásu mikið voru fjölbreyttari en þeirra sem lásu lítið. Börn sem voru áhugasöm um að lesa tóku yfirleitt þátt í félagsstarfi á fleiri svið- um en þau sem lásu lítið. Þó svo að dæmi væru um að börn sem höfðu lítinn áhuga á lestri notuðu töluverðan tíma til að stunda félagsstarf þá beindist áhugi þeirra að færri sviðum. Munurinn á hópunum tveimur varð enn ljósari þegar skoðuð var þátttaka í menningarviðburðum og hvernig bömin notuðu fjölmiðla. Hjá börnum sem höfðu lítinn áhuga á lestri var þátttaka í menningarviðburðum almennt lítil og notkun á fjölmiðlum einkenndist oft af mikilli notkun myndmiðla, eða lítilli notkun fjölmiðla almennt. Þau börn sem höfðu áhuga á lestri tóku gjarnan þátt í fleiri menningarviðburðum og notuðu fleiri tegundir fjölmiðla. Tómstundaiðkun þessara barna einkenndist af meiri breidd og það virðist sem foreldrar þeirra hafi vakið athygli þeirra á ýmsum möguleikum í sambandi við tómstundastarf og að lestur hafi verið þar á meðal. Niðurstöðurnar benda til að samhengi sé milli tómstundavenja foreldra og barna og að foreldrar þeirra barna sem höfðu áhuga á lestri hafi hvatt þau til fjöl- breytni í tómstundastarfi. Lestrarvenjur foreldra Eitt af því sem greindi foreldra barnanna að var á hvaða tíma dagsins þeir lásu. Ein af mæðrunum sagði að hún hefði sem barn aldrei séð móður sína lesa og það var ekki fyrr en hún var sjálf orðin fullorðin að hún vissi að móðir hennar var í raun mjög áhugasöm um lestur. Hún sagði: Það skiptir líka tniklu máli að þau sjái að við erum að lesa. Að fullorðna fólkið sest niður með bækur og er að lesa. Ég held að það sé nauðsynlegt fyrir lestrarlöng- unina að börn sjái að þetta er eðlilegur og skemmtilegur hlutur. Þau börn sem voru áhugasöm um að lesa áttu foreldra sem lásu jafnt að degi til sem 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.