Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Side 25
ELÍN THORARENSEN
SAMSTARF HEIMILA
OG FRAMHALDSSKÓLA
Umfang og viðhorf nemenda,
foreldra og kennara
Gerð var athugun á því hvernig staðið var að samstarfi heimila og framhaldsskóla veturinn
1995-1996. Rætt var við skólastjóra og/eða námsráðgjafa á höfuðborgarsvæðinu og spurn-
ingarlistar sendir í skóla á landsbyggðinni. Svör bárust frá 21 skóla af24. Einnig var gerð
megindleg viðhorfakönnun í sex framhaldsskólum þar sem nemendur, foreldrar og kennarar
voru spurðir um afstöðu sína til samstarfs heimila og framhaldsskóla. Samtals voru 935
manns í úrtaki, 320 nemendur, 296 foreldrar og 319 kennarar. í rúmlega helmingi fram-
haldsskólanna var um lítið eða ekkert samstarf að ræða og í tæplega helmingi var um tals-
vert samstarf við foreldra að ræða. Samstarfið fólst einkum í miðlun upplýsinga. í viðhorfa-
könnuninni kom fram að meirihluti nemenda telur mikilvægt að gefa foreldrum meiri upp-
lýsingar um skólastarfið en nú tíðkast. Yfir helmingur nemenda telur best að samstarfmið-
ist við fyrstu tvö skólaárin. Meirihluti foreldra og kennara er óánægður með núverandi
ástand og telur mikilvægt að auka samstarf. Meirihlutinn telur jafnframt að samstarf við
skólana skili sér í betri námsárangri og auðveldi foreldrum að fylgjast með námi barna
sinna. Að mati foreldra og kennara á samstarf einkum að miða að því að veita foreldrum
upplýsingar.'
Undanfarin ár hefur talsvert verið fjallað um mikið brottfall nemenda í framhalds-
skólum landsins. Rætt hefur verið um ýmsar leiðir til úrbóta á þessum vanda sem
hefur í för með sér mikinn kostnað fyrir nemendur, foreldra þeirra og þjóðfélagið í
heild. Ein leið sem talin er vænleg til að draga úr brottfalli er samstarf heimila og
framhaldsskóla, en margar rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæð áhrif slíks samstarfs á
skólastarf. Ekki hefur mikið farið fyrir umræðu um samstarf heimila og skóla í
framhaldsskólum hér á landi, þekking á því hversu víðtækt slíkt samstarf í fram-
haldsskólum er hefur verið takmörkuð og lítið vitað um hvaða viðhorf fólk hefur til
þess. Fannst því höfundi tímabært að afla upplýsinga um samstarf heimila og fram-
haldsskóla. Markmið rannsóknarinnar var tvíþætt, annars vegar að afla upplýsinga
um fyrirkomulag samstarfs af þessum toga í framhaldsskólum landsins, hins vegar
að athuga viðhorf nemenda, foreldra og kennara til slíks samstarfs til að reyna að fá
fram mynd af því hvort í framhaldsskólum sé til staðar áhugi á samstarfi við foreldra.
* Rannsóknin var unnin sem lokaverkefni í M.Ed.-námi við Kennaraháskóla íslands og styrkt af rannsóknar-
námssjóði.
Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla íslands 7. árg. 1998
23