Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Page 25

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Page 25
ELÍN THORARENSEN SAMSTARF HEIMILA OG FRAMHALDSSKÓLA Umfang og viðhorf nemenda, foreldra og kennara Gerð var athugun á því hvernig staðið var að samstarfi heimila og framhaldsskóla veturinn 1995-1996. Rætt var við skólastjóra og/eða námsráðgjafa á höfuðborgarsvæðinu og spurn- ingarlistar sendir í skóla á landsbyggðinni. Svör bárust frá 21 skóla af24. Einnig var gerð megindleg viðhorfakönnun í sex framhaldsskólum þar sem nemendur, foreldrar og kennarar voru spurðir um afstöðu sína til samstarfs heimila og framhaldsskóla. Samtals voru 935 manns í úrtaki, 320 nemendur, 296 foreldrar og 319 kennarar. í rúmlega helmingi fram- haldsskólanna var um lítið eða ekkert samstarf að ræða og í tæplega helmingi var um tals- vert samstarf við foreldra að ræða. Samstarfið fólst einkum í miðlun upplýsinga. í viðhorfa- könnuninni kom fram að meirihluti nemenda telur mikilvægt að gefa foreldrum meiri upp- lýsingar um skólastarfið en nú tíðkast. Yfir helmingur nemenda telur best að samstarfmið- ist við fyrstu tvö skólaárin. Meirihluti foreldra og kennara er óánægður með núverandi ástand og telur mikilvægt að auka samstarf. Meirihlutinn telur jafnframt að samstarf við skólana skili sér í betri námsárangri og auðveldi foreldrum að fylgjast með námi barna sinna. Að mati foreldra og kennara á samstarf einkum að miða að því að veita foreldrum upplýsingar.' Undanfarin ár hefur talsvert verið fjallað um mikið brottfall nemenda í framhalds- skólum landsins. Rætt hefur verið um ýmsar leiðir til úrbóta á þessum vanda sem hefur í för með sér mikinn kostnað fyrir nemendur, foreldra þeirra og þjóðfélagið í heild. Ein leið sem talin er vænleg til að draga úr brottfalli er samstarf heimila og framhaldsskóla, en margar rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæð áhrif slíks samstarfs á skólastarf. Ekki hefur mikið farið fyrir umræðu um samstarf heimila og skóla í framhaldsskólum hér á landi, þekking á því hversu víðtækt slíkt samstarf í fram- haldsskólum er hefur verið takmörkuð og lítið vitað um hvaða viðhorf fólk hefur til þess. Fannst því höfundi tímabært að afla upplýsinga um samstarf heimila og fram- haldsskóla. Markmið rannsóknarinnar var tvíþætt, annars vegar að afla upplýsinga um fyrirkomulag samstarfs af þessum toga í framhaldsskólum landsins, hins vegar að athuga viðhorf nemenda, foreldra og kennara til slíks samstarfs til að reyna að fá fram mynd af því hvort í framhaldsskólum sé til staðar áhugi á samstarfi við foreldra. * Rannsóknin var unnin sem lokaverkefni í M.Ed.-námi við Kennaraháskóla íslands og styrkt af rannsóknar- námssjóði. Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla íslands 7. árg. 1998 23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.