Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Síða 31
ELÍN THORARENSEN
samstarfið við fyrsta árið (sjá Töflu 2). Meðal kennara telja flestir að samstarf eigi að
vera mikið öll árin eða rúmlega þriðjungur, stór hópur telur einnig að það eigi að
einskorða samstarf við fyrstu tvö árin eða tæplega þriðjungur. Rúmur fimmtungur
kennara telur að samstarf eigi að vera lítið öll árin en fáir telja að það eigi að ein-
skorðast við fyrsta árið (sjá Töflu 2). Athyglisvert er hve fáir í öllum svarhópunum
vilja að samstarf sé bara á fyrsta ári einkum í ljósi þess að það er í raun það sem
hefur tíðkast hingað til.
Tafla 2
Hvenær á samstarf að vera til staðar
að mati nemenda, foreldra og kennara?
Nemendur Foreldrar Kennarar
Svarmöguleikar Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall
Ekkert samstarf 30 9,6% 2 1,1% 4 2,1%
Alltaf lítið 94 29,9% 47 25,1% 40 20,7%
Bara á fyrsta ári 25 8,0% 10 5,4% 11 5,7%
A fyrsta og öðru ári 90 28,7% 32 17,1% 59 30,6%
Alltaf mikið 73 23,2% 95 50,8% 66 34,2%
Svara ekki 2 0,6% 1 0,5% 13 6,7%
Alls 314 100% 187 100% 193 100%
Álirif samstarfs á námsárangur
Þátttakendur voru spurðir að því hvort þeir teldu að aukið samstarf heimila og
skóla gæti bætt námsárangur nemenda. Svarmöguleikar voru: Mjög mikið, mikið,
lítið og ekkert. Meirihluti nemenda (tæplega 57%) telur að samstarf bæti náms-
árangur lítið og tæplega 17% telja að það bæti hann ekkert. Aðeins um 27% nem-
enda telja að samstarf bæti námsárangur mikið eða mjög mikið. Aftur á móti telur
meirihluti foreldra að samstarf geti bætt námsárangur, rúmlega 47% mikið og
tæplega 12% mjög mikið. Rúmlega 30% foreldra telja samstarf lítið geta bætt náms-
árangur og 7,5% mjög lítið. Kennarar hafa enn meiri trú á samstarfinu þar sem um
62% þeirra telja að það geti bætt námsárangur mikið og rúmlega 13% mjög mikið
en um 25% telja að samstarf hafi lítil eða engin áhrif á námsárangur (sjá Mynd 2).
Svör nemenda eru í andstöðu við svör foreldra og kennara þar sem meirihluti nem-
enda telur að samstarf heimila og skóla skipti litlu máli fyrir námsárangur en for-
eldrar og kennarar telja að samstarf geti haft mikið að segja fyrir námsárangur nem-
enda. Erlendar rannsóknir hafa aftur á móti sýnt að meirihluti allra þessara aðila
hefur trú á því að samstarf bæti námsárangur nemenda (Epstein 1995:704).
29