Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Qupperneq 39

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Qupperneq 39
ÞORSTEINN HELGASON INNTAK SÖGUKENNSLU Saga sem fræðigrein og námsgrein í skólum hefur lengst af haft þjóð og þjóðríki að höfuð- vettvangi sínum og viðmiði. Þegar inntak sögukennslu er ákveðið verður ekki fram hjá þessu gengið. Hins vegar hafa ný sjónarmið í fræðum og samfélagi knúið á um að sagan spanni sem flest svið mannlífs, frá einstaklingum til alþjóðlegra hugmyndastrauma, hagkerfi jafnt sem hversdagsáhyggjur; tækni, trú og listir. Jafnframt er talið æskilegt að gagnrýnin skoðun, upplýsingaöflun og tjáning þekkingarinnar séu hluti inntaksins. Hér er fjallað um nám- skrárgerð í sögu í nokkrum löndum, þar á meðal hér á landi, þar sem tekist hefur verið á um þessi mál. „Hvarvetna og ófrávíkjanlega þar sem sögustríð hafa brotist út er þjóðernið og sameiginleg minning helsti ásteytingarsteinninn", er niðurstaða reynds námskrárgerðar- manns og sagnfræðings. Hugað er að því hvort hægt sé að búa til mælikvarða um inntak sögu á íslandi um þessar mundir og er sérstaklega gætt að hlut Norðurlandasögu og hug- myndum um söguvitund sem hafa verið ofarlega á baugi síðustu tuttugu ár.' Með nokkrum rökum má segja að sagnfræði í Evrópu hafi haslað sér völl sem ríkjasaga. Þetta gerðist á 16. og 17. öld og þá voru ríkin víðast hvar bundin konung- um. Söguritun var skipulögð í þjónustu ríkjanna og konunganna; hvatinn var pólitískur. Á okkar næsta menningarsvæði ríkti áköf samkeppni milli norrænu ríkjakonunganna tveggja, þess danska og hins sænska, þrátt fyrir allan skyldleika, og sagnaritunin varð þáttur í þessari keppni. Henni var ætlað að renna ættfræði- legum og menningarlegum stoðum undir veldi konunganna. í því skyni var stofn- að til embætta konunglegra sagnaritara. Þrenns konar tengsl voru álitin mikilvægari en önnur í sagnaritun norrænna konunga. í fyrsta lagi við gyðinglegan uppruna og þar með við kristinn arf. Þar var heppilegt að rekja ættir saman við Nóa sem bjargaðist í flóðinu mikla eða jafnvel að fara aftur til Adams. í öðru lagi þurfti að smíða brú yfir í grísk-rómverska arfinn og til þess var gott að eiga þræði til þeirra sem björguðust úr Trójustríði. Og í þriðja lagi var á norrænu svæði áhugi á að rekja ættir norrænna konunga og jafnvel að tengja þá við norræn goð á borð við Óðin og Njörð (Jorgensen 1931:67-88, Þorsteinn Helgason 1996:13-18, Damsholt 1992). Þessi þrískipti áhugi á sér rætur sem ná aftur til miðalda (Snorri er haldinn honum) en hann festist í sessi með eflingu konungsríkjanna. Annað einkenni var einnig lífseigt og það er sú leið að segja söguna út frá ríkinu eða ættlandinu, patria. Nú var það ekki ávallt gefið hver sú eining var. Hún var þó að öðru jöfnu pólitísk og miðaðist gjarna við þing í öndverðu, síðar konungdæmi. Þegar Danakonungur * Eftirtaldir fá þökk fyrir yfirlestur og góðar ábendingar: Halldóra Thoroddsen, Heimir Pálsson, Jóhann Ás- mundsson, Sigurður Gylfi Magnússon og Skúli Sigurðsson. Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla íslands 7. árg. 1998 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.