Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Page 41

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Page 41
ÞORSTEINN HELGASON „nasismi"?" spyr þekktur þýskur sögukennslufræðingur og svarar að bragði: „Augljóslega og af gildum ástæðum: „Nei"!" (von Borries 1995:421). Miklar þjóðfélagsbreytingar kalla eðlilega á endurskoðun á inntaki sögu í nám- skrá og kennslubókum. Þetta gerðist í Suður-Afríku eftir að hvíta minnihlutastjórn- in lét af völdum. Alla hluti þarf að skoða í nýju ljósi við slíkar breytingar og vandi kennslubókarhöfunda er mikill. Baráttan við fortíðina er hluti af lýðræðisþróuninni (UNESCO 1998). Sami vandi er uppi eftir fall sovétskipulagsins í Austur-Evrópu. Stjórnvöld höfðu lagt áherslu á að hafa tök á fortíðinni og ákveða hvað væri frá- sagnarvert og hvað bæri að þegja um. Við endurskoðun var byrjað á að sinna ákveðnum inntaksþáttum, tína burt augljósan áróður og bæta því við sem hafði verið vanrækt, t.d. umfjöllun um þjóðarbrot, menningarmál og trúarefni. Atburðir og persónur voru skoðaðar í nýju ljósi og ekki alltaf átakalaust eins og verkamaður á söguakrinum í Austur-Evrópu lýsir (Low-Beer 1995:19): Ég gæti nefnt tugi slíkra atriði þar setn einfalt lýsingarorð var ekki notað nógu varlega svo að þúsundir manna hófu upp raust sína og kölluðu bókarhöfundinn hægri sinna eða vinstri sinna, gyðingahatara eða heimsborgara, þjóðníðing eða þjóðrembusvín. Víða í Austur-Evrópu gætir löngunar til að eignast hina einu réttu, nýju sögu. Sú gamla var sovétlygi, sögðu menn, og þá var bara að finna hvernig allt var „eigin- lega" í pottinn búið. Sums staðar eru menn að reyna að kyngja því að sanna sagan finnist ekki en að samt sé rétt að halda leitinni áfram. Enn er lögð ofuráhersla á atriðanám, einkum í kennslubókum, og lítil reynsla hefur fengist af gagnrýninni athugun þó að vilji standi til að hafa hana í heiðri. Enn er það starf á frumstigi að hreyfa við öðrum inntaksþáttum svo sem samfelldri frásögn í órofinni tímaröð og skiptingu í þjóðarsögu og mannkynssögu. Inntak sögunnar er víða endurskoðað og rökrætt af ákafa þótt ekki komi til slíkar hræringar. Hér á eftir verður sagt frá tilraunum til nýs skilnings á inntaki sögukennslu síðustu ár og áratugi í fjórum löndum: Bandaríkjunum, Finnlandi, Þýskalandi og á íslandi. í framhaldi af því er hugað að því hvort hægt sé að gera sér einhverja mælikvarða um þetta inntak og einn inntaksþáttur skoðaður sérstaklega í þessu ljósi sem dæmi, hlutur Norðurlandasögu á íslandi. Söguþekking og söguvitund nemenda fær næringu víðar en í sögukennslu í skólum. Aðrar námsgreinar, ekki síst móðurmál, kristinfræði og erlend tungumál, auka þar við og fjölmiðlar, bókmenntir og söfn bæta um betur auk þess sem fjöl- skyldulíf og orðræða manna á meðal er vagga sögunnar. Engu að síður er í þessari grein fyrst og fremst rætt um inntak sögukennslu eins og það birtist í námskrám (aðalnámskrám) landa eða fylkja og umræðu um námskrár og inntak í kennslu- bókum þegar þær gegna hlutverki námskrár. Það er fullljóst að námskrár eru ekki „raunveruleiki" sögukennslu; þær eru ekki vitnisburður eða sönnun þess sem fram fer í skólastofum. Þær eru raunveruleiki út af fyrir sig, orðræða sem lifir að hluta til sínu lífi en er þó jafnframt í tengslum við lífið í kennslustofunum og við hugarheim nemenda og kennara. Fyrst þarf þó að gera sér betur grein fyrir því hvað átt er við með inntaki sögukennslu. 39
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.