Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Síða 48

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Síða 48
INNTAK SÖGUKENNSLU Þjóðin var í aðalhlutverki í tveim heimsstyrjöldum og burðast með hrylling nasista- tímabilsins í sameiginlega minningarsjóðnum. Eftir seinni heimsstyrjöld klofnaði þjóðin og hafði víglínu kalda stríðsins í landi sínu miðju þar til undrið gerðist, múrar hrundu og þjóðin sameinaðist aftur - í Evrópu sem er að tengjast á æ fleiri sviðum. Það ætti engum að koma á óvart að sögukennsla sé mikilvægt mál í slíku landi og stjórnmálamenn og rannsóknarsagnfræðingar láti sig hana varða. Umræða um tilgang hennar, inntak og aðferðir, er á háu stigi og tímarit, sem út kemur um sagn- fræði og sögukennslu, Geschichte in Wissenschaft und Unterricht, er eitt hið vand- aðasta sem til er um þessi mál. Hugtakið söguvitund, sem tekið er upp í námskrám víða um lönd og fjallað verður hér um síðar, á ætt sína og óðul í Þýskalandi. Það voru nokkrir skilgreinendur söguvitundarinnar í Þýskalandi sem stóðu fyrir við- fangsmikilli könnun á söguviðhorfi unglinga í Evrópulöndum (Angvik og von Borries 1997, Gunnar Karlsson 1998). í Þýskalandi er ekki til námskrá sem gildir um allt landið heldur eru þær settar í hverju fylki fyrir sig. Þær eru hver með sínu lagi og áherslur mismunandi, aðferðir og efnisþættir í misjöfnum hlutföllum, þó að greina megi sameiginlegan anda. í námskrá fyrir sögu í menntaskólum Bæjaralands frá 1992 er nær eingöngu fjallað um efnisþætti en tæpt á aðferðum í almennum inngangi fyrir allar náms- greinar. í Nordrhein-Westfalen, norðar í Þýskalandi, er námskrárhöfundum um- hugað um þankagang, söguvitund og aðferðir. í námskrá frá 1993 eru aðeins til- greindir fjórir meginefnisflokkar sem fjalla skal um í sögu í hverjum bekk (6.-7. bekk og 9.-10. bekk). í 10. bekk heita þau: 1) lýðræði og kommúnískt einræði, 2) yfirráð nasista, 3) deilur austurs og vesturs og 4) trygging friðar. Þemun eru ávallt „fléttuð saman úr tveim þáttum, sögulega viðfangsefninu og kennslufræðilegu og gagnrýnu sjónarhorni" segir í námskránni (Kuss 1997:541). I Berlín voru efnisþættir býsna nákvæmlega sundurliðaðir í námskrá grunnskóla árið 1995. Um Weimar- lýðveldið á t.d. að læra fjögur ártöl, 16 hugtök og níu mannanöfn (Kuss 1997:545). Fyrir 6.-10. bekk skólanna í Slésvík-Holtsetalandi er komin sögunámskrá til tilraunabrúks. Þar er augljóslega reynt að sætta mörg sjónarmið. Akveðið tímabil er á dagskrá á hverju ári (t.d. fornöld, miðaldir) en innan þeirra eru tilgreind þemu. I fomaldarefninu heita þau: 1) ummerki (Spuren), 2) maður og náttúra og 3) miðja og útgeislun (Ausstrahlung). Enn fremur er boðið upp á fjóra inntaksþætti innan forn- aldar: Sögu byggðar og svæðis, steinöld, Egyptaland og Róm og Rómaveldi. í þriðja lagi er gert ráð fyrir því að kennarar og nemendur takist á við „langsnið" í lok hvers árs. Eftir fornaldarkaflann í 6. bekk heitir það „bernska". Þar er gert ráð fyrir samanburði við nútímann og eigin tilveru út frá „rétti allra manna til að móta lífs- skilyrði sín". Sögulegri og gagnrýninni hugsun er gert hátt undir höfði í inngangi. Hér er stefnt hátt en námskránni er engu að síður fundið allt til foráttu í gagnrýni í Geschichte in Wissenschaft und Unterricht. Fullyrt er að færnis- og aðferðaþáttunum sé stolið úr námskrá Nordrhein-Westfalen frá 1973 en enga leiðbeiningu sé að finna um hvernig þessum markmiðum verði náð. Þemu og „langsnið" séu ónákvæm og samhengislaus en jafnframt of háfleyg og ekki fylgt úr hlaði svo að kennarar ráði við þau (Kaufmann 1998). 46
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.