Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Síða 55

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Síða 55
ÞORSTEINN HELGASON Gunnar viðurkenndi í framhaldinu að umfjöllun hans í grunnskólabókunum væri á köflum úrelt og ekki í samræmi við nýlegar sagnfræðirannsóknir sem hafi rennt stoðum undir þá sýn að íslenskir embættismenn og eignamenn hafi ráðið flestu sem máli skiptir í landinu á dögum erlends konungsvalds (Gunnar Karlsson 1992:76). En Gunnar lagði upp með annað grundvallarsjónarhorn. Bækur hans heita Sjálf- stæði íslendinga og fyrsta heftið endar með Gamla sáttmála, þegar þjóðin á að hafa glatað sjálfstæði sínu. Þessi skilaboð eru ótvíræð. Ef taka ætti saman hvað hefði ráðið vali Gunnars Karlssonar á inntaki Islands- sögubóka sinna fyrir grunn- og framhaldsskóla, sem hafa verið hin raunverulega námskrá í íslandssögu í landinu í 10-15 ár, þá virðist einkum þrennt vera uppi á teningnum: 1. Þjóðernisleg samfelld stjórnmálasaga sem fylgir meginskipulagi Jónasar frá Hriflu. Undirtitill grunnskólabókanna er „Islensk stjórnmálasaga''. Framhaldsskólabækurnar Samband við miðaldir og Uppruni nútímans eru fjölþættari að efni en engu að síður er þar keppt að því að skrifa sam- fellda sögu. 2. Tillit til sjónarmiða samfélagsfræðihópsins og fleiri aðila um hugtaka- nám, heimildarýni og gagnrýna hugsun. Þessa gætir þó í miklu minna mæli í grunnskólaefninu en í bókunum sem skrifaðar eru fyrir fram- haldsskóla. 3. Framvinda ritunarinnar án fyrirfram ákveðins efnisvals. Hér er sagan látin „tala sjálf" en það merkir óhjákvæmilega að persónulegt val höf- undarins verður sterkur þáttur, þ.e. fræðileg áhugamál hans, þjóðfélags- legar áherslur o.fl. þó að höfundurinn setji jafnframt ýmsar hömlur á einkasjónarmið sín. í ritum Gunnars Karlssonar koma ýmis áhugaverð sjónarmið fram um inntak sögu- kennslu á Islandi í lok tuttugustu aldar. Hann hefur tekið þennan málaflokk alvar- lega og aukið veg hans í íslenskri sagnfræði og menntaumræðu. í LEIT AÐ MÆLIKVÖRÐUM Inntak sögukennslu er aldrei óháð hugmyndastefnum. Þó að reynt sé að gæta hlutleysis og þræða meðalveg eru inntaksákvarðanir við hvert fótmál. Tímabil eru valin og fyrirsagnir settar. „Þjóðveldið" sem inntak felur í sér ákveðinn skilning á sögu ákveðins tímabils. Þegar sögubók lýkur árið 1262 eru það einnig skilaboð um þáttaskil. Út frá hvaða sjónarmiði á að ákveða um inntak og hverjir eiga að ráða? Hægt er að hugsa sér mismunandi aðila sem taka ákvörðun um þetta efni, allt frá stjórnvöldum til einstakra kennara og nemenda. Á milli þeirra standa t.d. kennslu- bókahöfundar sem geta haft mikið að segja um inntakið. Ákvörðun um inntak verður ekki umflúin. Á einhverju stigi er hún tekin. Mælikvarða þarf að setja og sjónarmið að móta hver sem ákvörðunaraðilinn er. Algengt deiluefni í sögukennslu er hvort gefa eigi yfirlit eða rauðan þráð í sögu eða velja einstaka þætti. Þegar talað er um yfirlit er oftast átt við samfelldan tíma- þráð, að sagan sé rakin um langt tímabil. Nú er það út af fyrir sig engin trygging 53
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.