Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Side 63

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Side 63
ÞORSTEINN HELGASON - Endalok kalda stríðsins og aukið fjölræði breyta áherslum á stjómmál í fortíðinni. - Rýmri tómstundir og fjárhagur ýta undir listnautn og þar með óskir um listasögu. - Evrópusamruni eykur áhuga á fólksflutningum milli landa á fyrri tímum og jafnvel á forngrískri menningu sem sameiginlegum hugmyndagrund- velli Evrópumanna. Héf er ekki um einfalt orsakasamband að ræða heldur ágiskanir um einhvers konar samhengi og tengsl. Þessi nútíðarviðmiðun hefur eignast hugtak sem gengur ljósum logum í sögu- námskrám undanfarinna ára. Það er orðið söguvitund11 (Eikeland 1997). Það merkir að nemendur „skoði sjálfa sig og fyrirbæri nútímans sem lið í sögulegu ferli"12 (Grund- skolan - kursplaner, betygskriterier, 1996, historia 1998). Hægt er að skerpa merkingu og segja að söguvitund eigi að þjóna því hlutverki að „ráða í fortíð til þess að hafa vald á nútíð og móta framtíð"13 (Richtlinien und Lehrplane ... 1995:102). í þessum hugmyndum felst einnig að nemandinn tileinki sér söguna á persónulegan hátt og er þá gjarnan brugðið fyrir sig öðru hugtaki - sjálfsmynd. Sigrún Sigurðardóttir kemur orðum að þessu í tímaritsgrein (1997:44): Þegar einstaklingurinn hefur fengið tilfinningu fyrir pví hvernig fortíðin gengur inn í nútíðina og samlagast henni verður hann fær um að skynja fortíðina sem óaf- markaða heild. Þegar hann tileinkar sér fróðleik umfortíðina beitir hann túlkunum á meðvitaðan hátt og leitast þannig við að sjá rökræn tengsl milli atburða, skilja orsakir þeirra og afleiðingar, ekki aðeins fyrir fortíðina heldur einnig fyrir nútíðina. Einstaklingur með þroskaða söguvitund skynjar fortíðina ekki semframandi land heldur sem hluta af eigin veruleika. Þannig stuðlar þroski söguvitundarinnar að því að einstaklingurinn skynji fortíð, nútíð ogframtíð sem sögulega heild. Með því að setja sitt eigið líf í samhengi við þessa heild öðlast hann aukinn skilning á sjálfum sér og þeirri furðuveröld sem honum hefur verið varpað inn í. Nú er ekki gefið hvert söguvitundin leiðir okkur ef hún er notuð sem leiðarvísir að vali á inntaki. Á að fást við ættfræði í sögukennslu í skólum? Eiga ungir drengir að kryfja valdamenn heimsins á ýmsum tímum (sbr. áhuga á heimsyfirráðaspilum og stríðsleikjaforritum)? Er hið nærtæka eðlilegasta efni sögunnar? Eða á aðeins að leita í fortíðinni að þeim þáttum og þráðum sem hægt er að rekja áfram til nútíma og spá fyrir um að hafi gildi í framtíðinni? Ýmislegt af þessu á erindi í skóla. Tökum dæmi. Sá nemandi sem gengur í skóla í Kópavogi ætti að svipast um í fortíð síns bæjarfélags. Líklegast veit hann að minn- 11 Eikeland (1997) rekur sköpunarsögu hugtaksins söguvitund til sögukennsluumræðu í Vestur-Þýskalandi árin 1972-1985. 12 Þannig orðað í sænsku námskránni. Danir höfðu norræna samvinnu við Svía við námskrárgerðina og skilja „historiebevidsthed" þannig: „tolkning af fortiden, forstáelse af nutiden og forvetninger til fremtiden sammentænkes med elevemes livsforstáelse og virkelighedsopfattelse." (Læscplaner 1995). 13 „...die Vergangenheit zu deuten, um Gegenwart zu bewaltigen und Zukunft zu gestalten." Blæbrigðamunur er á orðalaginu i námskrá í sögu fyrir sænska menntaskóla: „...tolkning av det förgángna kombinerat med samtidsförstáelse och framtidsförvantningar." (Gymnasicskalan - kursplaner, bclygskriterier, 1994/96, historia 1998). 61
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.