Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Side 73

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Side 73
KRISTIN UNNSTEINSDOTTIR Sameiginlega dulvitundin hefur á sér goðsagnarlegt yfirbragð að mati Jungs og birtist í hreinni mynd í ævintýrum, goðsögnum, helgisögnum og þjóðtrú (Jung 1982:41). Goðsagnir og ævintýri varpa ljósi á kraft fornmyndanna í öllum mönnum og stuðla þannig að því að maðurinn geti sett eigin reynslu í stærra samhengi. Fornmyndirnar búa yfir eigin orku og það gerir þeim kleift að birta á táknrænan hátt það sem fram fer í sálardjúpunum (Jung 1990:79). Jung benti á að maðurinn noti iðulega tákn um hluti sem hann skilur ekki til fúllnustu, en maðurinn notar líka og býr til tákn ómeðvitað og birtast þau til dæmis sem fornmyndir í draumum, goðsögnum og ævintýrum (Jung 1990:21). Nánari grein verður gerð fyrir hugmyndum Jungs um þær fornmyndanna sem hann nefndi félagslega grímu, skugga, animus og sjálf við túlkun ævintýrsins Gullintönnu hér á eftir. Samkvæmt kenningum Jungs liggur leið mannsins til þroska um einsömunar- ferlið. Þetta ferli felst í því að ná meðvituðu samkomulagi við sinn innsta kjarna eða sjálfið og verða þannig heill. Til þess að það megi verða þarf maðurinn að virkja dulvitaða þætti sálarlífsins og gera sér grein fyrir þeim. Jung lýsir einsömuninni þannig að hún felist í því að svipta af sjálfinu annars vegar hinum fölsku lögum félagslegu grímunnar og hins vegar sefjandi mætti fornmyndanna (Jung 1966:174). Við hvert skref einsömunarferlisins verður umbreyting á persónuleikanum. Um- breyting á persónuleika felur í sér að uppfylla og gera sér ljósar nýjar og áður óþekktar þarfir og henni fylgir tímabundin bakrás. Umbreytingin er hvorki algjör né endanleg heldur ferli sem er stöðugt (Samules o.fl. 1990:66-67). ÆVINTÝRIÐ GULLINTANNA TÚLKAÐ í LJÓSI KENNINGA CARLS G. JUNGS UM FORNMYNDIR OG EINSÖMUN Þegar ævintýri er túlkað út frá greiningarsálfræði Jungs er gengið út frá því að allar söguhetjurnar og yfirleitt allir hlutar ævintýrsins séu fulltrúar fyrir mismunandi sálræna þætti, oft dulvitaðra, í einni og sömu persónunni (Estés 1994:426, Luthi 1984:161). í ævintýrinu Gullintönnu er sagt frá karli og kerlingu, Helgu dóttur þeirra, tíkinni Gullintönnu og risunum þrem. Þegar umbreytingu Helgu er lýst koma að auki við sögu grá gimbur, trafakefli og stjarna. I ævintýrinu gegnir Helga karlsdóttir aðalhlutverki. Því má líta svo á að ævintýrið Gullintanna snúist um Helgu og glímu hennar við öfl dulvitundarinnar. Þessi öfl birtast í öðrum per- sónum og hlutum sem fram koma í sögunni. Þegar Gullintanna er lesin með kenningar Jungs í huga kemur í ljós að í ævin- týrinu er að finna dulvitaða þætti sálarlífs Helgu, það er fornmyndirnar félagslega grímu (persona), skugga, animus og sjálfið. í Gullintönnu myndgerist hin félagslega gríma Helgu hvað greinilegast þegar hin atorkusama bóndadóttir setur á sig þríhyrnuna og bindur á sig klút, nær í koppinn sinn, leggur yfir hann torfusnepil og hleypur síðan við fót í leit að eldi. Að mati Jungs má ævinlega merkja dulvitund viðkomandi einstaklings beint eða óbeint á vali hinnar félagslegu grímu (Jung 1966:158). I félagslegu grímunni koma í ljós þau af starfskerfum sjálfsvitundarinnar, það er skynjun, hugsun, tilfinning eða 71
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.