Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Page 85

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Page 85
SIGRÚN AÐALBJARNARDÓTTIR LEIFUR GEIR HAFSTEINSSON TÓBAKSREYKINGAR REYKVÍSKRA UNGMENNA Tengsl við uppeldishætti foreldra og reykingar foreldra og vina / rannsókn þessari, sem er með langtímasniði, er tæplega 1300 reykvískum unglingumfylgt eftirfrá 14 ára til 17 ára aldurs. Spurningarlistar voru lagðir fyrir unglingana þrjú ár í röð til að kanna reykingar þeirra, uppeldishætti foreldra og reykingar foreldra og vina (642 unglingar svöruðu öllum spurningum um þessa þætti úr spurningarlistunum). Niðurstöð- ur eru þær að unglingar sem búa við leiðandi uppeldishætti við 14 ára aldur eru ólíklegri til að reykja en unglingar afskiptalausra, skipandi eða eftirlátra foreldra. í hópi þeirra unglinga sem ekki reykja 14 ára gamlir voru þeir einnig ólíklegri til að vera byrjaðir að reykja við 17 ára aldur sem töldu foreldra sína leiðandi en þeir sem töldu foreldra sína afskiptalausa eða skipandi. Unglingar sem töldu foreldra sína viðurkenna þá sem persónur með því að virða skoðanir þeirra, tilfinningar og athafnir, voru ólíklegri til að reykja en þeir sem töldu þar skorta á. Þeir unglingar sem reyktu ekki 14 ára en áttuforeldra sem reyktu voru líklegri til að hafa byrjað að reykja 17 ára en unglingar sem áttu foreldra sem ekki reyktu. Reyk- ingar 14 ára unglinga tengdust reykingum vina þeirra sterklega. Reykingar vina tengdust því hins vegar ekki hvort unglingar sem ekki reyktu 14 ára voru byrjaðir að reykja við 17 ára aldur. Niðurstöður benda til að eigi forvarnarstarf að taka mið af fyrirbyggjandi að- gerðum til lengri tíma sé brýnt að efla skilning foreldra á mikilvægi leiðandi uppeldishátta og því hve reykingar þeirra sjálfra auka líkur á því að unglingar þeirra byrji að reykja.' Tóbaksreykingar unglinga hafa aukist verulega á þessum áratug. í yfirlitsritum um þetta efni kemur m.a. fram að reykingar 12-16 ára grunnskólanema minnkuðu frá árinu 1974 fram til ársins 1990 en jukust eftir það til ársins 1994 (Þorvarður Örn- ólfsson 1994, Þórólfur Þórlindsson, Inga Dóra Sigfúsdóttir, Jón Gunnar Bernburg og Viðar Halldórsson 1998). í Reykjavík höfðu til dæmis daglegar reykingar 15 ára unglinga aukist úr 12% í 18% og 16 ára unglinga úr 14% í 22%. Þessi staða mála kemur jafnframt fram í rannsókn með langtímasniði sem fyrri greinarhöfundur stóð að á árunum 1994-1996 og liggur til grundvallar efni þessarar greinar (Sigrún Aðalbjarnardóttir, Sigurlína Davíðsdóttir og Eyrún M. Rúnarsdóttir 1997). Niður- * Tóbaksvamarnefnd veitti Sigrúnu Aðalbjarnardóttur styrk til tölfræðilegrar úrvinnslu gagna sem hér birtast. Rannsóknaráð íslands (hug- og félagsvísindadeild) og Rannsóknasjóður Háskóla íslands hafa veitt styrki til rannsóknarinnar á undanförnum árum. Aðstoðarfólki Sigrúnar Aðalbjamardóttur við rannsóknina em þökkuð vel unnin störf. Skólastjórum og skólameisturum, unglingum sem þátt tóku í rannsókninni, kennurum þeirra og foreldrum eru einnig færðar bestu þakkir. Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla íslands 7. árg. 1998 83
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.