Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Page 91

Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Page 91
SIGRÚN AÐAIBJ ARN ARDÓTTIR, LEIFUR GEIR HAFSTEINSSON 1-5, 6-10,11-20, meira en 20 - sígarettur á dag. Þeir unglingar sem merktu við fyrsta svarmöguleika töldust ekki reykja daglega en þeir sem merktu við aðra svar- möguleika töldust reykja daglega. Með hliðsjón af svörum unglinganna voru búnar til tvær reykingabreytur. Sú fyrri skipti unglingunum í tvo flokka: Reykir/reykir ekki 14 ára. I síðari reykingabreytunni voru aðeins greind svör þeirra unglinga sem ekki reyktu við 14 ára aldur og þeim skipt í tvo flokka: Reykir/reykir ekki 17 ára. Uppeldishættir voru mældir með kvörðum Lamborn og félaga (1991). Mæling- arnar nefnast samheldni (involvement), stjórnun (behavior control) og viðurkenning (autonomy). í samræmi við fyrirmynd Lamborn og félaga (1991) voru kvarðarnir „samheldni" og „stjórnun" notaðir til að skilgreina uppeldisflokkana fjóra, foreldra sem voru afskiptalausir, skipandi, eftirlátir og leiðandi. Hér verður hugtakið uppeldis- hættir notað um „viðurkenningu" og uppeldisflokkana fjóra: afskiptalausir foreldr- ar, skipandi foreldrar, eftirlátir foreldrar og leiðandi foreldrar. Areiðanleiki kvarð- anna þriggja var athugaður með Chronbachs alfa stuðli og var hann á bilinu 0,68-0,77 sem er svipuð niðurstaða og Lamborn og félagar fengu (1991). Samheldni (15 spumingar, meðaltal (M)=0,87, staðalfrávik (SD)=0,09, Spönn: 0,49-1,00, alfa=0,75) mælir að hve miklu leyti unglingurinn telur sig náinn foreldr- um sínum og hve hann geti treyst á stuðning þeirra. Dæmi um spurningar eru; Hversu oft gerir fjölskylda þín eitthvað skemmtilegt saman? Möguleg svör voru: Næst- um daglega, nokkrum sinnum í viku, nokkrum sinnum í mánuði, næstum aldrei. Hvað af eftirtöldu á oftast við um föður þinn? (sambærilegt fyrir móður): (1) Þegar hann vill að ég geri eitthvað þá útskýrir hann hvers vegna hann vilji það, (2) Ég get treyst á að hann hjálpi mér ef ég lendi í vandræðum. Möguleg svör voru: Oftast rétt, oftast rangt. Stjórnun (átta spurningar, M=0,69, SD=0,13, Spönn: 0,28-0,97, alfa=0,77) mælir hversu mikla stjórn á unglingnum og umsjón með honum foreldrarnir hafa. Dæmi um spurningar eru: Hversu mikið reyna foreldrar þínir að fylgjast með því hvar þú ert flesta daga eftir skóla? Möguleg svör voru: Þau reyna það ekki, þau reyna það svo- lítið, þau reyna það mikið. Hvenær áttu venjulega að koma heim í síðasta lagi á föstu- dags- og laugardagskvöldum þegar þú færð að vera lengst úti? Möguleg svör voru: Ég má ekki fara út: Fyrir kl. 10, 10-11,11-12,12-1,1-2, 2-3, eftir kl. 3, foreldrum mín- um er sama hvenær ég kem heim, foreldrar mínir treysta mér til að ákveða sjálf(ur) hvenær ég kem heim. Uppeldisflokkarnir fjórir voru settir saman úr gildum á „samheldni" og „stjórn- un" (sjá Lamborn o.fl. 1991). Báðum breytunum var þrískipt, þannig að jafnmargir einstaklingar voru í hverjum þriðjungi. Þeir unglingar sem mátu foreldra sína í lægsta þriðjung bæði á „samheldni" og „stjórnun" töldust búa við afskiptalausa uppeldishætti (lítil samheldni, lítil stjórnun; n=101). í flokk skipandi uppeldishátta fóru þeir sem mátu foreldra sína í lægsta þriðjung á „samheldni" en efsta þriðjung á „stjórnun" (lítil samheldni, mikil stjórnun; n=34). í flokki eftirlátra uppeldishátta töldust þeir sem mátu foreldra sína í efsta þriðjung á „samheldni" en lægsta þriðjung á „stjórnun" (mikil samheldni, lítil stjórnun; n=27). Þeir sem mátu foreldra sína í hæsta þriðjung á báðum þáttum töldust búa við leiðandi uppeldishætti (mikil samheldni, mikil stjórnun; n=86). Fjöldi unglinga í uppeldisflokkunum fjórum var 89
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.