Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Qupperneq 91
SIGRÚN AÐAIBJ ARN ARDÓTTIR, LEIFUR GEIR HAFSTEINSSON
1-5, 6-10,11-20, meira en 20 - sígarettur á dag. Þeir unglingar sem merktu við fyrsta
svarmöguleika töldust ekki reykja daglega en þeir sem merktu við aðra svar-
möguleika töldust reykja daglega. Með hliðsjón af svörum unglinganna voru búnar
til tvær reykingabreytur. Sú fyrri skipti unglingunum í tvo flokka: Reykir/reykir
ekki 14 ára. I síðari reykingabreytunni voru aðeins greind svör þeirra unglinga sem
ekki reyktu við 14 ára aldur og þeim skipt í tvo flokka: Reykir/reykir ekki 17 ára.
Uppeldishættir voru mældir með kvörðum Lamborn og félaga (1991). Mæling-
arnar nefnast samheldni (involvement), stjórnun (behavior control) og viðurkenning
(autonomy). í samræmi við fyrirmynd Lamborn og félaga (1991) voru kvarðarnir
„samheldni" og „stjórnun" notaðir til að skilgreina uppeldisflokkana fjóra, foreldra
sem voru afskiptalausir, skipandi, eftirlátir og leiðandi. Hér verður hugtakið uppeldis-
hættir notað um „viðurkenningu" og uppeldisflokkana fjóra: afskiptalausir foreldr-
ar, skipandi foreldrar, eftirlátir foreldrar og leiðandi foreldrar. Areiðanleiki kvarð-
anna þriggja var athugaður með Chronbachs alfa stuðli og var hann á bilinu
0,68-0,77 sem er svipuð niðurstaða og Lamborn og félagar fengu (1991).
Samheldni (15 spumingar, meðaltal (M)=0,87, staðalfrávik (SD)=0,09, Spönn:
0,49-1,00, alfa=0,75) mælir að hve miklu leyti unglingurinn telur sig náinn foreldr-
um sínum og hve hann geti treyst á stuðning þeirra. Dæmi um spurningar eru;
Hversu oft gerir fjölskylda þín eitthvað skemmtilegt saman? Möguleg svör voru: Næst-
um daglega, nokkrum sinnum í viku, nokkrum sinnum í mánuði, næstum aldrei.
Hvað af eftirtöldu á oftast við um föður þinn? (sambærilegt fyrir móður): (1) Þegar
hann vill að ég geri eitthvað þá útskýrir hann hvers vegna hann vilji það, (2) Ég get
treyst á að hann hjálpi mér ef ég lendi í vandræðum. Möguleg svör voru: Oftast
rétt, oftast rangt.
Stjórnun (átta spurningar, M=0,69, SD=0,13, Spönn: 0,28-0,97, alfa=0,77) mælir
hversu mikla stjórn á unglingnum og umsjón með honum foreldrarnir hafa. Dæmi
um spurningar eru: Hversu mikið reyna foreldrar þínir að fylgjast með því hvar þú ert
flesta daga eftir skóla? Möguleg svör voru: Þau reyna það ekki, þau reyna það svo-
lítið, þau reyna það mikið. Hvenær áttu venjulega að koma heim í síðasta lagi á föstu-
dags- og laugardagskvöldum þegar þú færð að vera lengst úti? Möguleg svör voru: Ég
má ekki fara út: Fyrir kl. 10, 10-11,11-12,12-1,1-2, 2-3, eftir kl. 3, foreldrum mín-
um er sama hvenær ég kem heim, foreldrar mínir treysta mér til að ákveða sjálf(ur)
hvenær ég kem heim.
Uppeldisflokkarnir fjórir voru settir saman úr gildum á „samheldni" og „stjórn-
un" (sjá Lamborn o.fl. 1991). Báðum breytunum var þrískipt, þannig að jafnmargir
einstaklingar voru í hverjum þriðjungi. Þeir unglingar sem mátu foreldra sína í
lægsta þriðjung bæði á „samheldni" og „stjórnun" töldust búa við afskiptalausa
uppeldishætti (lítil samheldni, lítil stjórnun; n=101). í flokk skipandi uppeldishátta
fóru þeir sem mátu foreldra sína í lægsta þriðjung á „samheldni" en efsta þriðjung
á „stjórnun" (lítil samheldni, mikil stjórnun; n=34). í flokki eftirlátra uppeldishátta
töldust þeir sem mátu foreldra sína í efsta þriðjung á „samheldni" en lægsta
þriðjung á „stjórnun" (mikil samheldni, lítil stjórnun; n=27). Þeir sem mátu foreldra
sína í hæsta þriðjung á báðum þáttum töldust búa við leiðandi uppeldishætti (mikil
samheldni, mikil stjórnun; n=86). Fjöldi unglinga í uppeldisflokkunum fjórum var
89