Uppeldi og menntun - 01.01.1998, Síða 103
ÞORSTEINN P. GÚSTAFSSON
STARFSNÁM f FRAMHALDSSKÓLANUM
í þessari grein verða leidd rök að því að starfsnám eigi ekki heima á framhalds-
skólastiginu eins og nú tíðkast. Skýrsla nefndar um mótun menntastefnu, átján
manna nefndarinnar svokölluðu, verður lögð til grundvallar, en skýrslan var gefin
út í júní 1994 (sjá Nefnd um mótun menntastefnu 1994). Einvörðungu verður rætt um
þann hluta hennar sem fjallar um starfsnám eða bls. 66-82. Þar leggur nefndin fram
tillögur um gagngera endurskipulagningu starfsnáms á framhaldsskólastigi. Ekki
verða færð fram mótrök gegn áliti nefndarinnar lið fyrir lið. Umfjöllunin er almenns
eðlis og varðar frekar þá stefnumótun sem fram kemur í þessum hluta skýrslu
nefndarinnar.
SÖGULEGT YFIRLIT
Iðnnám, starfsnám eða verknám á sér ekki langa sögu hér á landi. Fyrsta starfs-
menntanám, sem hér er skipulagt sem skólanám, hefst á síðari hluta nítjándu aldar
með fræðslu í ýmsum greinum eins og með búnaðarfræði, húsmæðrafræði, kenn-
arafræðum, skipstjórnarfræðslu og með fræðslu í ýmsum greinum iðnaðar. Þessir
skólar, sem stofnaðir voru á árabilinu 1875 til 1910, störfuðu með blóma langt fram
yfir miðja þessa öld sem sérskólar. Með fræðslulögunum 1946 er í fyrsta sinn sam-
tvinnað starfsnám og bóknám undir sama þaki, þ.e. á gagnfræðastiginu átti bæði að
kenna verkmennt og bókmennt. Með tilkomu fjölbrautaskóla, hins sameinaða fram-
haldsskóla, um 1970 var enn frekar stefnt að samþættingu verknáms og bóknáms. í
framhaldsskólalögunum frá 1988 er ítrekað að auka eigi veg styttri verknámsbrauta
en jafnframt er forræði yfir iðnnámi fært til menntamálaráðuneytis. Við það rofn-
uðu mikilvæg tengsl iðnnáms við faggreinarnar, iðnsveinafélögin og iðnmeistar-
ana. Segja má að þrátt fyrir starfsmenntakennslu í rúma öld sé ekki nein viðlíka
hefð fyrir þessari menntun eins og víðast annars staðar í Vestur-Evrópu þar sem
rekja má hefðir ýmissa starfsstétta eða gilda allt til miðalda. Að vísu varð til nokkuð
öflug iðnaðarmannastétt sem hélt uppi iðnfræðslu á fyrri hluta þessarar aldar og
allt fram á sjöunda áratuginn. Þegar losnaði um tengsl þessara iðngreina við verk-
menntunina samfara áðumefndri breytingu á forræði iðnnámsins þvarr fræðslu- og
menntahefð þessara stétta. Því má segja að það sem kallast menningarlegur höfuð-
stóll iðnmenntunar og iðnmenntaðra stétta hafi rýrnað upp frá því hér á landi
(Gestur Guðmundsson 1998). Hið kyrrstæða bændasamfélag lifði inn í sig í sjálfs-
þurftarbúskap þar sem vinnubrögð fluttust fumlaust milli kynslóða við dagleg störf
stórfjölskyldunnar og lítil þörf var á fagmenntun. Helzta bylting í atvinnuháttum
varð rétt fyrir síðustu aldamót með útgerð þilskipa og síðan togara og vélbáta.
Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla fslands 7. árg. 1998
101