Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Qupperneq 5

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Qupperneq 5
t JÓNAS THORODDSEN Jónas Thoroddsen fyrrum borgar- og bæjar- fógeti andaðist á sjúkrahúsi hér í borg 11. nóv- ember 1982 tæpra 74 ára að aldri. Hann var fæddur í Reykjavík 18. nóvember 1908 sonur hjónanna Sigurðar Thoroddsen verkfræðings, yfirkennara við Menntaskólann, og Maríu Krist- inar f. Claessen. Ættir þeirra eru svo kunnar að þær er óþarfi að rekja, a.m.k. fyrir lesendur þessa tímarits. Það lá beint við að Jónas gengi menntaveg, eins og raunar öll systkini hans. Því réði ekki eingöngu rik ættarhefð, heldur ekki síður frábærar gáfur hans og allt það um- hverfi, sem hann ólst upp við. Mér er þó nær að halda að fyrstu námsárin hafi verið honum, eins og mörgum tápmiklum unglingum, lítil skemmtiganga. Að loknu stúdentsprófi árið 1928 gerði Jónas hlé á námi og stundaði um skeið verslunarstörf hjá heildverslun hér í borg og jafnframt kennslu í fram- haldsskólum. Einn vetur, 1929-30, stundaði hann nám við Niels Brocks Hand- elsskole i Kaupmannahöfn, sem var allmikið sóttur af íslenskum stúdentum um skeið. Það varð þó ekki að leið hans lægi að verslunar- og skrifstofu- störfum. Að loknu námi hjá ,,Brocks“ stundaði hann kennslu, m.a. við Versl- unarskóla íslands, en hvarf að laganámi við Háskólann árið 1932. Lögfræði- prófi lauk hann með góðri einkunn í janúar 1937, og þar með var starfsferill hans til frambúðar ráðinn. Haustið 1937 var hann settur, og síðar skipaður, bæjarfógeti á Neskaupstað. Jafnframt bæjarfógetastarfinu tók hann fljótlega þátt i margvislegum opinberum störfum þar á staðnum, stundaði jafnframt kennslu um skeið og hafði mikil afskipti af félagsmálum, sat m.a. i bæjar- stjórn frá 1942, þar til hann flutti af staðnum og var seinasta árið forseti hennar. Eitt skipti bauð hann sig fram við Alþingiskosningarnar, en því munu hafa ráðið aðrar ástæður en að hann hygði að gera stjórnmál að sínum vett- vangi. Ógleymt er að eystra tók hann einnig virkan þátt í atvinnulífinu. Hann gerðist snemma meðeigandi í happasælli útgerð, sem mun hafa orðið fjárhag hans veruleg lyftistöng. Það var því nóg um að vera og ærinn starfi á hönd- um, þótt sjálft fógetaembættið væri ekki ýkja umfangsmikið, og ég fullyrði að Jónas kunni lífinu á Neskaupstað vel. En rætur hans og eiginkonunnar lágu allar hér syðra. Þau voru bæði borin og barnfæddir Reykvíkingar, hér voru ættmenni þeirra, gamlir vinir og skólafélagar auk lífshátta, sem í ótal mörgu eru auðugri að tilbreytni og svipbrigðum en gerist í einangruðum smá- 207
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.