Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Qupperneq 13

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Qupperneq 13
standa undir lífeyri til þeirra, þegar lífeyrisaldri væri náð. 1 slíkum tilvikum ætti viðkomandi lífeyrisþegi aldrei ákveðinn hlut í sjóðnum, heldur gæti aðeins vænst lífeyris, að uppfylltum lögmæltum skilyrðum. Þessi sjónarmið voru síðar áréttuð í úrsk. mannréttindanefndarinnar 18. desember 1973 (Coll. of Dec. 45.76). Að öðru leyti hefur mann- réttindanefndin ekki tekið af skarið í þessum efnum og hefur berum orðum tekið fram, að í vissum tilvikum geti komið til álita, að um eign sé að ræða í skilningi 1. gr. Þar hefur nefndin haft sérstaklega í huga lífeyrisréttindi, er byggjast beinlínis á framlögum rétthafa, sbr. fyrrgreindan úrsk. nefndarinnar frá 20. júlí 1971 svo og úrsk. frá 1. október 1975 (Dec. & Rep. 3.25), úrsk. frá 5. október 1977 (Dec. & Rep. 11.114) og úrsk. frá 6. júlí 1977 (Dec. & Rep. 19.100). Því hefur stundum verið haldið fram, að kvaðir um að leysa verk af hendi án endurgjalds fari í bága við 1. gr. 1. samningsviðauka. 1 máli á hendur Belgíu (van der Mussele gegn Belgíu) voru atvik þau, að lögfræðingi nokkrum, er var að afla sér starfsréttinda sem lögmað- ur, var í samræmi við belgískar reglur gert að verja sakborning í þjófnaðarmáli. Þar sem sakborningur var félaus og engin skylda hvíldi á öðrum aðila til að kosta vörnina, fékk lögmaðurinn hvorki greiðslu fyrir vinnu sína né endurgreiðslu á útlögðum kostnaði. Taldi hann, að með þeim hætti væri bæði brotið gegn 4. gr. mannréttindasáttmál- ans og 1. gr. 1. samningsviðauka. Kæru, sem lögmaðurinn hafði upp á þeim grundvelli, var hins vegar hafnað með dómi Mannréttindadóm- stóls Evrópu frá 23. nóvember 1983. Að því er varðaði kæru kæranda út af því, að hann hefði ekki fengið endurgjald fyrir vinnu sína, var tekið fram í dóminum, (sbr. 48. gr. dómsins), að 1. gr. 1. samnings- viðauka ætti aðeins við eignir, sem þegar væru fyrir hendi. Kærandi hefði ekki átt neina kröfu til launa og því kæmi 1. gr. ekki til álita að þessu leyti. Dómstóllinn hafnaði einnig því sjónarmiði, að það færi í bága við 1. gr., að kærandi fékk ekki útlagðan kostnað sinn endur- greiddan. Tók dómurinn fram, að lagaskylda hefði oft í för með sér nokkur útgjöld fyrir þann, er skyldunni gegndi. Væri ekki unnt að skýra 1. gr. svo rúmt, að slíkt fæli í sér skerðingu á eignum í skiln- ingi 1. gr. Var tekið sérstaklega fram í dóminum, að um tiltölulega lítinn kostnað væri að ræða og hann að rekja til verkskyldu, er væri samræmanleg 4. gr. mannréttindasáttmálans. 215
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.