Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Page 24

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Page 24
við 1. gr. Engan veginn verður samt talið, að 1. gr. tryggi fullar bæt- ur í strangasta skilningi þess orðs (Sjá t.d. fyrrgreindan úrsk. frá 13. desember 1979. Dec. & Rep. 18.31). Einnig má finna dæmi um það í úrskurðum mannréttindanefndar- innar frá síðari árum, að bótaþætti 1. gr. sé meiri gaumur gefinn. I máli á hendur Bretlandi (Coll. of Dec. 31.72) í tilefni af því, að bresk- ur ríkisborgari taldi sig hafa fengið of lágar skaðabætur fyrir fast- eign, sem hann átti í London og hafði verið tekin eignarnámi. Nefnd- in vísaði kærunni frá, þar sem hún ætti ekki við rök að styðjast (mani- festly ill-founded). Athyglisvert er hins vegar, að í úrskurði nefndar- innar (frá 4. febrúar 1970) er ekki vísað til fyrri úrskurða, svo sem úrskurðar í máli Guðmundar Guðmundssonar gegn íslandi, heldur seg- ir aðeins, að bætur hafi eftir atvikum verið hæfilegar („ ... in the circumstances adequate ... “). Sjá einnig úrsk. frá 13. desember 1979 (Dec. & Rep. 18.31). Þess er svo að lokum að geta, að í væntanlegum úrskurði nefndar- innar í þjóðnýtingarmálunum bresku, sem nú eru til meðferðar, verð- ur fjallað um grundvallarsjónarmið við skýririgu 1. gr. 3. Takmörkun eignarréttinda samkvæmt 2. málsgr. 1. gr. Ákvæði 2. málsgr. 1. gr. fjalla um tvenns konar ráðstafanir, sem lögð er áhersla á, að séu ríkinu heimilar. I fyrsta lagi er þar tilgreind heimild til að setja nýtingu eigna skorður í almannaþágu („general interest“) og svarar það í grófum dráttum til þess, sem hefur verið nefnt almenn takmörk eignarréttar í stjórnskipunarrétti. I öðru lagi eru um að ræða vald til ráðstafana í því skyni að tryggja greiðslu skatta eða annarra framlaga eða sekta. Samkvæmt 2. málsgr. 1. gr. er það sameiginlegt skilyrði fyrir þeim ráðstöfunum, sem þar greinir, að þær séu nauðsynlegar til þess að þeim markmiðum verði náð, sem upp eru talin. Eins og áður hefur verið greint frá, lét mannréttindadómstóllinn þau orð falla í dómi sín- um frá 7. desember 1976 (Iiandyside), að aðildarríkin ættu ein úr- lausn um það, hvort skerðing samkvæmt 2. málsgr. 1. gr. væri nauð- synleg. Hæpið er að leggja alveg bókstaflegan skilning í þessi ummæli, enda þótt ekki fari milli mála, að einstök ríki hafi hér víðtækt vald. Undir öllum kringumstæðum fær ráðstöfun ekki staðist, ef um mis- beitingu valds eða óhóflega skerðingu er að ræða. Er og tekið fram í nefndum dómi að dómurinn eigi úrlausnarvald um lögmæti og mark- mið eignarskerðinga, eins og áður segir. 226

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.