Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Side 27

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Side 27
sinni á þau í því ásigkomulagi. Ríkið hafði tekið á sig áhættu af breyt- ingum á verðmæti réttindanna til hækkunar eða lækkunar. 4. I máli þessu var því einnig haldið fram, að um ýmiss konar mis- munun hefði og verið að ræða, að því er greiðslu bóta varðaði, en ekki varð sú niðurstaðan. Yrði of langt mál að rekja þau ágreinings- atriði hér. 5. Fallast má á flest það, sem meirihluti nefndarinnar sagði um grundvallaratriði við skýringu á 1. gr., sbr. 2 hér að framan. Hins vegar er niðurstaðan í málinu hæpin. Framangreindar reglur um eign- arnámsbætur voru afar ósveigjanlegar. Að sjálfsögðu fær staðist, að við ákvörðun eignarnámsbóta sé miðað við tímamark, áður en eignar- nám hefur verið ákveðið eða komið til framkvæmda, í því skyni að koma í veg fyrir að eignarnámið sjálft og það markmið, sem það þjón- ar, hafi áhrif á fjárhæð eignarnámsbóta. I bresku þjóðnýtingarmálun- um var gengið miklu lengra, þar sem ekki mátti taka tillit til neinna breytinga á verðmæti hlutabréfa, hver svo sem orsök þeirra var, eftir sex mánaða tímabilið á árunum 1973 og 1974. Bætur gátu því orðið mjög ófullnægjandi, og bættu þar ekki um greiðslukjör þau, sem ákveðin voru. Heimildarrit: Collection of Decision 1-46. European Commission of Human Rights. Con- cil of Europe. Strasbourg 1960-1974. (Skammst. Coll. of Dec.). Decisions and Reports 1-28. European Commission of Human Rights. Con- cil of Europe. Strasbourg 1975-1982. (Skammst. Dec. & Rep.). Francis G. Jacobs: The European Con- vention on Human Rights. Oxford 1975. Wolfgang Peukert: Der Schutz des Eig- entums nach Art. 1 des Ersten Zusat- protokols zur Europáischen Menchen- rechtskonvention. Europáische Grund- rechts Zeitschrift 1981, bls. 97-114. Publications of the European Court of Human Rights. Series A. Judgements and Decisions (Skammst. Judgm. & Dec.). The Yearbook of the European Con- vention on Human Rights 1.-24. (1955- 1981). Martinus Nijhoff Publishers. Haag 1955-1983. (Skammst. Yb.). 229

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.