Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Qupperneq 32

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Qupperneq 32
Samkvæmt því sem nú hefir verið rakið um þau kæruatriði, að lög nr. 44/1957 brjóti í baga við 1. gr. Viðbótarsamningsins og 14. gr. Mannréttindasáttmúlans, þá verður að telja, að þau hafi ekki við rök að styðjast. Ber að vísa þeim frá í samræmi við 2. mgr. 27. gr. Mann- réttindasáttmálans. Að því er varðar það kæruatriði, að lög nr. 44/1957 brjóti í bága við 67. gr. íslenzku Stjórnarskrárinnar, og að íslenzku dómstólarnir, sérstaklega Hæstiréttur, í dómi sínum frá 29. nóvember 1958, hafi ranglega dæmt, að lög nr. 44/1957 brytu eigi í bága við Stjórnarskrána, þá vitnar nefndin til fyrri útlausna sinna um það, að hún sé ekki sett á stofn til þess að vera æðri dómstóll, er bær sé um að dæma um það, hvort dómstólar aðildarríkjanna hafi dæmt ranglega um lög eða stað- reyndir, er þeir fjalla um mál, sem þeir hafa lögsögu yfir. Hins vegar er það hlutverk nefndarinnar, skv. 19. gr. Mannréttinda- sáttmálans, að sjá til þess, að aðildarríkin standi við skuldbindngar þær, er þau hafa tekizt á hendur með sáttmálanum. Þess vegna fjallar nefndin einungis um hugsanleg mistök dómstóla við túlkun laga eða mat á staðreyndum, þar á meðal mistök varðandi spurninguna um stjórnskipulegt gildi laga, ef mistök þessi geta hugs- anlega fólgið í sér brot gegn einhverjum af þeim réttindum, sem vernduð eru í Mannréttindaskránni. Samkvæmt því, sem að ofan hefir verið rakið, hefir rannsókn nefnd- arinnar á kærumáli þessu, eins og það hefir verið lagt fyrir, svo og rannsókn ex officio, ekki leitt í ljós nein brot á þeim réttindum, sem tryggð eru í Mannréttindasáttmálanum. Því er það, að hvort sem staðhæfingar kærenda um það, að íslenzku dómstólunum hafi orðið á mistök í mati sínu, eru réttar eða rangar, þá hefir þessi kæra til nefndarinnar ekki við rök að styðjast. Er því óhjákvæmilegt að vísa henni frá skv. 2. mgr. 27. gr. Mannréttinda- sáttmálans.“ Svo mörg voru þau orð nefndarinnar. Hvað sem segj a má um niður- stöðuna í heild í þessu merka kærumáli, þá verður að telja þá full- yrðingu nefndarinnar, að 1. gr. Viðbótarsamningsins verndi aðeins eigur útlendinga, en ekki eigur eigin þegna, hæpna, svo ekki sé meira sagt. 1 fyrsta lagi vegna þess að í 1. gr. Sáttmálans skuldbinda aðildar- ríkin sig til að tryggja hverjum þeim, sem innan yfirráðasvæðis þeirra dvelst, réttindi þau og frelsi, sem skilgreind eru í I. kafla Sáttmálans. 1 öðru lagi býður 14. gr. Sáttmálans, að réttindi þessi og frelsi skuli 234
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.