Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Qupperneq 32
Samkvæmt því sem nú hefir verið rakið um þau kæruatriði, að lög
nr. 44/1957 brjóti í baga við 1. gr. Viðbótarsamningsins og 14. gr.
Mannréttindasáttmúlans, þá verður að telja, að þau hafi ekki við rök
að styðjast. Ber að vísa þeim frá í samræmi við 2. mgr. 27. gr. Mann-
réttindasáttmálans.
Að því er varðar það kæruatriði, að lög nr. 44/1957 brjóti í bága
við 67. gr. íslenzku Stjórnarskrárinnar, og að íslenzku dómstólarnir,
sérstaklega Hæstiréttur, í dómi sínum frá 29. nóvember 1958, hafi
ranglega dæmt, að lög nr. 44/1957 brytu eigi í bága við Stjórnarskrána,
þá vitnar nefndin til fyrri útlausna sinna um það, að hún sé ekki sett
á stofn til þess að vera æðri dómstóll, er bær sé um að dæma um það,
hvort dómstólar aðildarríkjanna hafi dæmt ranglega um lög eða stað-
reyndir, er þeir fjalla um mál, sem þeir hafa lögsögu yfir.
Hins vegar er það hlutverk nefndarinnar, skv. 19. gr. Mannréttinda-
sáttmálans, að sjá til þess, að aðildarríkin standi við skuldbindngar
þær, er þau hafa tekizt á hendur með sáttmálanum.
Þess vegna fjallar nefndin einungis um hugsanleg mistök dómstóla
við túlkun laga eða mat á staðreyndum, þar á meðal mistök varðandi
spurninguna um stjórnskipulegt gildi laga, ef mistök þessi geta hugs-
anlega fólgið í sér brot gegn einhverjum af þeim réttindum, sem
vernduð eru í Mannréttindaskránni.
Samkvæmt því, sem að ofan hefir verið rakið, hefir rannsókn nefnd-
arinnar á kærumáli þessu, eins og það hefir verið lagt fyrir, svo og
rannsókn ex officio, ekki leitt í ljós nein brot á þeim réttindum, sem
tryggð eru í Mannréttindasáttmálanum.
Því er það, að hvort sem staðhæfingar kærenda um það, að íslenzku
dómstólunum hafi orðið á mistök í mati sínu, eru réttar eða rangar,
þá hefir þessi kæra til nefndarinnar ekki við rök að styðjast. Er því
óhjákvæmilegt að vísa henni frá skv. 2. mgr. 27. gr. Mannréttinda-
sáttmálans.“
Svo mörg voru þau orð nefndarinnar. Hvað sem segj a má um niður-
stöðuna í heild í þessu merka kærumáli, þá verður að telja þá full-
yrðingu nefndarinnar, að 1. gr. Viðbótarsamningsins verndi aðeins
eigur útlendinga, en ekki eigur eigin þegna, hæpna, svo ekki sé meira
sagt.
1 fyrsta lagi vegna þess að í 1. gr. Sáttmálans skuldbinda aðildar-
ríkin sig til að tryggja hverjum þeim, sem innan yfirráðasvæðis þeirra
dvelst, réttindi þau og frelsi, sem skilgreind eru í I. kafla Sáttmálans.
1 öðru lagi býður 14. gr. Sáttmálans, að réttindi þessi og frelsi skuli
234