Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Side 42

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Side 42
Þá kvörtuðu þau og yfir því, að þau hefðu ekki hlotið réttláta máls- meðferð fyrir Hæstarétti, þar sem forseti réttarins hefði hafnað frest- beiðni 16. marz 1983 af þeirra hálfu. Þau hafi verið orðin óánægð með þjónustu lögmanns síns og viljað fá annan í hans stað, en úr því hafi ekki getað orðið, sakir frestsynjunarinnar. Því hafi mál þeirra ekki verið flutt eins vel og skyldi. Brjóti þetta í bága við 6. gr. (3) (b) og 6. gr. (3) (c) Sáttmálans. Þá héldu þau því fram, að útburður úr eigin íbúð fæli í sér brot gegn 8. gr. sáttmálans, er veitir fjölskyldu og heimili vernd. Að endingu töldu kærendur, að mál þetta bryti í bága við 1. gr. I Viðbótarsamningsins um vernd eignaréttar. Bentu þau á að gera hafi þurft ýmsar endurbætur og lagfæringar á íbúðinni vegna lélegs ástands hennar. Hér hafi ekki verið um annað en eðlilega nýtingu eignar að tefla, er sameigandi verði að þola, enda þótt það kunni að hafa í för með sér eitthvað ónæði fyrir hann. Með úrskurði 15. marz 1984 vísaði Mannréttindanefndin þessu kæru- máli frá. 1 rökstuðningi nefndarinnar (The Law) segir m.a. svo: „ . .. Að því er varðar kvartanir kærenda út af dómsúrlausnunum, þá minnir nefndin á það, að skv. 19. gr. Sáttmálans, er það eina hlut- verk nefndarinnar að sjá til þess, að aðildarríkin standi við skuldbind- ingar þær, er þau hafa tekizt á hendur með Sáttmálanum. Nefndin er því ekki bær um að fjalla um kæru, þar sem því er haldið fram, að dóm- stólum hafi orðið á mistök við lagatúlkun eða mat á staðreyndum, nema hún telji að slík mistök geti hugsanlega falið í sér brot gegn einhverjum af þeim réttindum, sem vernduð eru í Mannrétindasátt- málanum. Nefndin vitnar, í þessu sambandi, til fyrri fordæma sinna (see e. g. decisions on the admissibility of applications No 458/59, Yearbook 3, pp. 222, 236, No 1140/61, Collection of Decisions 8, pp. 57, and No 7987/77, D. R. 18, p. 31). Kærendur kvarta reyndar yfir því að mál þeirra hafi ekki hlotið réttláta meðferð fyrir dómi, þar sem neitað hafi verið um frest fyrir Hæstarétti sem farið hafi verið fram á í þeim tilgangi, að hinn erlendi lögmaður þeirra gæti undirbúið málið til flutnings í samvinnu við nýjan íslenzkan lögmann. Telji þau þetta brot á 6. gr. (3) (b) og 6. gr. (3) (c) Sáttmálans. Hvað viðvíkur þessu kæruatriði þá minnir nefndin á, að þetta mál snýst um deilu, milli nágranna, deilu, sem nú hefir verið leyst úr með dómi Hæstaréttar. Hér er því ekki um refsimál að tefla, en hinar til- vitnuðu greinar eiga við um slík mál. Allt að einu hefir nefndin rann- sakað þetta kæruatriði ex officio í ljósi 6. gr. 1. mgr. Sáttmálans til 244

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.