Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Page 44

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Page 44
Sáttmálans veitir aðildarríkjum Sáttmálans töluvert svigrúm til að velja þær leiðir, er þau telja heppilegastar til að ná markinu. I þessu tilliti getur nefndin almennt á það fallist, að það fyrirkomulag, sem gildir á Islandi í þessum efnum, sem sé það að bera þann út úr íbúð, er ekki virðir reglurnar um sambýlisháttu, sé við hæfi. Hvað kærendur sjálfa áhrærir, þá telur nefndin, við fyrstu sýn, að erfitt sé að telja það í samræmi við tilgang laganna um fjölbýlishús að meina kærendum að búa í eigin íbúð. Hins vegar hlýtur nefndin að taka verulegt tillit til hinna sérstæðu atvika þessa máls, þar sem komið hefir í ljós, að kærendur hafa gert sig seka um stórkostleg og ítrekuð brot á skyldum sínum gagnvart gagnaðilja. 1 þessu sambandi hefir nefndin það sérstaklega í huga, að lögreglan var iðulega kvödd á vettvang til að koma hlutum í samt lag og gæta réttar gagnaðilja. Ennfremur ber nefndinni að hafa í huga, að lögreglan hafði veit kærendum áminningu í samræmi við hegningarlög, án nokkurs sýnilegs árangurs. Þegar þessi sérstöku málsatvik eru höfð í huga, þá ályktar nefndin, að dómsúrlausnirnar hafi verið réttlætanlegar samkvæmt 2. mgr. 8. gr. Sáttmálans, þar sem dómstólarnir hafi ekki farið yfir þau mörk, sem þeim eru sett til þess að ákvarða, hvort þessar ráðstafanir voru nauðsynlegar til að vernda réttindi og frelsi annarra manna. Þess vegna ályktar nefndin um þetta atriði kærunnar, eins og það hefir verið lagt fyrir hana, að ekkert sé fram komið, er bendi til þess, að brotið hafi verið gegn þeim réttindum og frelsi, sem vernduð eru af 8. gr. Sáttmálans. Þar af leiðir, að þessi hluti kærunnar hefir við engin rök að styðjast (manifestly ill-founded) í skilningi 2. mgr. 27. gi'. Sáttmálans. 3. Kærendur hafa einnig kvartað yfir því, að með því að banna þeim að búa í eigin íbúð hafi dómstólar svipt þá rétti þeirra til af- nota af eign sinni. Þetta sé brot á 1. gr. I. Viðbótarsamningsins. Nefndin vill fyrst taka það fram, að aðgerðirnar gagnvart kærendum, sviptu þau eigi umráðum eigna sinna í skilningi 1. gr. I. Viðbótarsamn- ingsins. önnur málsgrein 1. gr. leggur það í vald hvers samningsríkis að dæma sjálft um það, hvort nauðsyn beri til að skerða þessi réttindi. Þessu er á annan veg farið varðandi 2. mgr. 8. gr. Sáttmálans. Þar af leiðandi verður nefndin að einskorða rannsókn sína við það að kanna lögmæti og tilgang þeirrar takmörkunar, sem hér er um að ræða. (Cf. European Court of Human Rights, Handyside jugdement of 7. Decem- ber 1976, para. 62). 246

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.