Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Page 54

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Page 54
eigna sinna í friði. Skal erigan svipta eign sinni, nema hagur almenn- ings bjóði og gætt sé ákvæða í lögum og almennra meginreglna þjóða- réttar. Eigi skulu þó ákvæði síðustu málsgr. á nokkurn hátt rýra réttindi ríkis til þess að fullnægja þeim lögum, sem það telur nauðsynleg til þess að eftirlit sé haft með notkun eigna í samræmi við hag almenn- ings eða til þess að trýggja greiðslu skatta, annarra opinberra gjalda eða sekta“. 1. Skerðing eignarréttai-. Þó að eignarnámsheimildir hefðu verið veittar, var lagalegur réttur kærendanna til að ráða yfir og ráðstafa eignum sínum ekki af þeim tekinn. 1 raun var hann þó skertur í verulegum mæli og komið við efnisþætti eignarréttarins. Þessi réttur var orðinn óviss og hætt við að hann glataðist. Byggingabannið skerti rétt kærenda til að nýta eignir sínar og gerði afleiðingar eignarnámsheimildanna þungbærari. Niðurstaða: Um var að ræða skerðingu eignarréttar. 2. Heimild til skerðingai'. a) Beiting 2. málsliðar i 1. mgr. Eignarnám var ekki framkvæmt og atvik jafngiltu ekki de facto eignarnámi. Niðurstaða: Málsliðnum varð ekki beitt. b) Beitirig 2. mgr. 1 byggingabanninu fólst „eftirlit .. . með notkun eigna . . . “ Tilgangur eignarnámsheimildarinnar var hins vegar ekki sá að tak- marka slíka notkun eða hafa eftirlit með henni, heldur var hún upp haf málsmeðferðar sem gat lyktað með því að eign væri af eiganda tekin. Niðurstaða: 2. mgr. varð að hluta ekki beitt. c) Eignarnámsheimild og 1. mgr. 1. málsliður. Eins og ríkisstjórn Svíþjóðar hefur viðurkennt ber að leita sann- gjams jafnvægis milli almennra þarfa samfélagsins og einstakling- anna, sem njóta verndar grundvallarréttinda sinna. Gildandi sænsk lög á þeim tíma, sem máli skiptir, voru ósveigj anleg. Afturköllun heimildarinnar var eina úrræðið til að breyta stöðu eig- andanna. I 23 og 8 ár voru þeir í algerri óvissu um, hvað um eignir þeirra yrði og af þeim var tekinn réttur þeirra til að fá mál sitt tekið upp í ríkisstjórninni. Það var Stokkhólmsborg til hagsbóta að mega taka eignir eignar- námi til að framkvæma áætlanir sínar. Handhöfum löggjafarvalds bar 256

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.