Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Side 67

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Side 67
3. CAMPBELL OG COSANS. 50. GR. (BÆTUR). Dómur 22. mars 1983. Aðildarríki: Bretland. Efnisdómi 25. febrúar 1982 er lýst hér að framan. Eins og þá fjallaði deild 7 dómara um bóta- hlið málsins. I. Fjártjón og miski. 1. Hafnað var eins og á stóð kröfum frú Campbell um bætur, þ. á m. vegna persónulegra útgjalda og kostnaðar af að senda börn hennar í einkaskóla. 2. Hafnað var miskabótakröfum frú Cosans, þar sem efnisdómurinn 25. febrúar 1982 var í sjálfu sér hæfilegt úrræði til að veita uppreisn að þessu leyti. 3. Jeffrey Cosans, sem hafði verið vísað úr skóla, hélt því fram, að það hefði leitt til þess að hann lauk ekki námi og að atvinnumöguleikar hans hefðu orðið verri en ella. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu, að pilturinn hefði orðið fyrir nokkrum miska, en brottvikningin hefði ekki verið aðalorsök atvinnuörðugleikanna. Kröf- ur hans voru aðeins teknar til greina að hluta. II. Kröfur frú Campbell og frú Cosans végna kostnaðar við mála- reksturinn í Strassbourg voru aðeins teknar til greina að hluta. III. Það var ekki á valdsviði dómstólsins að sinna þeirri kröfu frú Campbell að leggja fyrir breska ríkið að lýsa því yfir, að börn hennar þyrftu ekki að sæta líkamlegum hegningum í skóla. IV. Niðurstaða: Bretlandi var gert að greiða tilteknar fjárhæðir vegna fjártjóns og miska og málskostnaðar, en kröfum ýmist vísað frá eða hafnað ella. I dómi mannréttindadómstólsins var vísað til 7 eldri dóma. 4. SILVER OG FLEIRI. Dómur 25. mars 1983. Aðildarríki: Bretland. Málinu var vísað til dómstólsins 18. mars 1981 af mannréttindanefndinni. Dómur var kveð- inn upp af deild 7 dómara. Mál þetta snerist um eftirlit með bréfa- skiptum fanga. I. Afmörkun málefnisins. 269

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.