Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Side 75

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Side 75
IV. Málskostnaður. Talið var, að kærendur skyldu fá greiðslu vegna kostnaðar við mála- rekstur sinn í Sambandslýðveldinu og í Strassbourg að því marki, sem hann væri sanngjarn og sannanlegur og yrði tengdur broti á 6. gr. 1. mgr. V. Niðurstaða: Ríkissjóður Sambandslýðveldisins skyldi greiða til- tekna fjárhæð vegna málskostnaðar kærenda, en kröfum þeirra var að öðru leyti hafnað. I dómnum var vísað til 7 eldri dóma mannréttindadómstólsins. 9. ZIMMERMANN OG STEINER. Dómur 13. júlí 1983. Aðildarríki: Sviss. Málinu var vísað til mann- réttindadómstólsins 17. maí 1982 af mannréttindanefndinni og 8. júlí 1982 af svissnesku ríkisstjórninni. Dómur var uppkveðinn af deild 7 dómara. Kæruefnið var lengd málsmeðferðar hjá Hæstarétti Sviss, er hann fjallaði um stjórnsýslukæru. I. Lengd málsmeðferðar. 6. gr. 1. mgr. 1. Tíminn, sem máli skipti, var frá því að kært var til Hæstaréttar og þar til hann kvað upp dóm. 2. Eftir þessu bar að telja, að tíminn væri 3ár, sem telja varð verulegan tíma fyrir einu og sama dómstigi. Varð því að kanna málið vel. II. Hæfilegur tími. 1. Taka varð tillit til atvika málsins. 1 dómi mannréttindadómstóls- ins voru nefnd atriði, sem í fyrri dómum voru talin máli skipta. 2. Ekki var talið, að það hefði tafið málsmeðferðina, að málið væri flókið eða aðilar hefðu gripið til aðgerða sem hefðu verið til þess falln- ar að tefja tímann. 3. Yfirvöld í Sviss héldu að sér höndum í langan tíma, og varð það ekki afsakað nema með sérstökum aðstæðum. Því var haldið fram, að mörg mál hefðu beðið úrlausnar og að svissneska þingið hefði gert ráðstafanir af þeim sökum. Mannréttindadómstóllinn taldi, að tafir í takmarkaðan tíma vegna málafjölda fælu ekki í sér brot á mannréttindasáttmálanum, ef ríkið, 277

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.