Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Side 78

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Side 78
2. Málskostnaður. — Þar sem kærandi þessi hafði fengið gjafsókn í Strassbourg, voru kröfur hans um málskostnað aðeins teknar til greina að hluta. 3. Niðurstaða: Ríkissjóður Italíu skyldi greiða Gulli tiltekna fjár- hæð végna málskostnaðar. III. Mál Cenerini. Bótakrafa þessa manns var byggð á því, að hann hefði misst at- vinnu sína. Talið var, að hann hefði orðið fyrir tjóni vegna þess, að málsókn gegn honum tók óhæfilegan tíma. Mat á tjóninu var erfið- leikum bundið. Niðurstaða: Ríkissjóður Italíu skyldi greiða kærandanum Cenerini tiltekna fjárhæð í bætur. I dómnum var vísað í efnisdóm málsins. 13. VAN DER MUSSELE. Dómur 23. nóvember 1983. Aðildarríki: Belgía. Málinu var vísað til mannréttindadómstólsins 19. júlí 1982 af mannréttindanefndinni. Dóm- ur var uppkveðinn af mannréttindadómstólnum fullskipuðum. Maður, sem bjó sig undir málflutningspróf, var skyldaður til að vera verjandi í opinberu máli án þóknunar og án þess að fá útlagðan kostnað endurgreiddan eftir 184. A. gr. belgísku laganna um meðferð opinberra mála og 455. gr. réttarfarslaganna almennu. I. Aðild belgíska ríkisins. Lögmannafélag Belgíu hefur sett á fót skrifstofur til að veita ráð um lagaefni og sjá um að útvega verjendur. Hér er um sjálfstæðan aðila að ræða. Engu að síður var belgíska ríkið talið eiga aðild að máli þessu, þegar gætt var 6. gr. mannréttindasáttmálans og ýmissa ákvæða í lögum í Belgíu. II. 4. gr. 2. mgr. og 3. mgr. Hér segir m.a.: „Eigi skal þess krafist af neinum manni, að hann vinni þvingunar- eða nauðungarvinnu“. — „Þvingunar- eða nauðung- arvinna í merkingu þessarar greinar skal eigi taka til: .. . d) vinnu eða þjónustu, sem er þáttur í venjulegum borgaraskyldum“. 1. „Þvingunar- eða nauðungarvinna". Þessi orð í 2. mgr. 4. gr. eru ekki skýrð þar nánar. Við skýringu 280

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.