Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Side 80

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Side 80
3. Niðurstaða: Ekki var um að ræða „vinnu“ andstæða 4. gr. 2. mgr. Þurfti þá ekki að taka afstöðu til, hvort vinnan væri réttlætanleg eftir 3. (d) mgr„ þ.e. væri „þáttur í venjulegum borgaraskyldum“. III. 14. gr. sbr. 4. gr. 1. 14. gr. kemur til athugunar, þó að ekki hafi verið talið að brot gegn 4. gr. lægi fyrir, þar sem vinna eða starf sem í sjálfu sér er eðli- legt, getur verið óeðlilegt, ef atriði, er fela í sér misrétti, ráða því, hverjir eru valdir til að sinna vinnunni. 2. Atriði, sem máli skipta. a) Allir lögmenn og lögfræðingar, sem búa sig undir lögmanns- störf, koma til greina, þegar valdir eru þeir, sem þurfa að sinna laga- aðstoð án endurgjalds. Kærandi kvaðst ekki telja, að hér væri um mis- rétti að ræða, og ekki var talin nein ástæða til að mannréttindadóm- stóllinn kannaði þetta atriði án kröfu. b) Kærandi taldi hins vegar, að misrétti komi fram í því, að hlið- stæðar skyldur væru ekki lagðar á menn, sem sinntu öðrum sjálfstæð- um störfum. Mannréttindadómstóllinn taldi, að hér væri ekki saman- burðargrundvöllur, sem á yrði byggt. 3. Niðurstaða: Ekki brot. IV. I. viðbótarsamningur 1. gr. 1. Þóknun var engin, en í því fólst ekki að kærandi mætti ekki „njóta eigna sinna í friði“ 2. Útlágður kostnaður var ekki endurgreiddur, en það var ekki talið fela í sér afskipti af eignum kæranda. Kostnaðurinn var lítill og skylda kæranda til að bera hann sjálfur var tengd vinnu, sem heimilt var að leggja á hann eftir 4. gr. 3. Niðurstaða: 1. gr. I. viðbótarsamnings átti ekki við. í dómnum var vísað til 5 eldri dóma mannréttindadómstólsins. 14. PRETTO OG FLEIRI. Dómur 8. desember 1983. Aðildarríki: Italía. Málinu var vísað til mannréttindadómstólsins 17. maí 1982 af mannréttindanefndinni. Dóm- ur var uppkveðinn af mannréttindadómstólnum fullskipuðum. Kærandi hélt því fram, að brotið hefði verið gegn 6. gr. 1 mgr. mannréttindasáttmálans, þar sem Hæstiréttur Italíu hefði í einkamáli ekki kveðið upp dóm sinn í heyranda hljóði, sbr. 133. gr. ítölsku lag- 282

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.