Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Side 81

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Side 81
anna um meðferð einkamála. Þá hélt kærandi því fram, að brotið hefði verið gegn sama ákvæði mannréttindasáttmálans vegna þess, að mála- reksturinn hefði tekið óhæfilega langan tíma. I. Uppsaga dóms í heyranda hljóði. 1. Almennt. Málsmeðferð í heyranda hljóði ver aðila fyrir leynd yfir starfi að réttargæslu, og er þetta eitt af því, sem stuðlar að trausti á dómstól- um og því, að markmiði 6. gr. 1. mgr. verði náð, en það er réttlát málsmeðferð. Nokkuð er misjafnt eftir aðildarríkjum, hvernig lög og venjur eru að þessu leyti, en það skiptir ekki eins miklu máli og hitt, að virtur sé sá tilgangur, sem býr að baki kröfunni um máls- meðferð í heyranda hljóði. 2. Beiting 6. gr. Ekki var um það deilt, að 6. gr. mætti beita. Mannréttindadóm- stóllinn tók fram, að það færi eftir atvikum hvers máls, hvernig henni yrði beitt. 3. Ætlað brot. Fjallað var um skýringu orða sáttmálans: „Dómur skal upp kveð- inn í heyranda hljóði“, sem í hinum enska og franska texta eru þann- ig: „Judgment shall be pronounced publicly“ og „Le judgement doit étre rendu publiquement“. Orðin voru borin saman við 14. gr. 1. mgr. í Alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnsýsluleg réttindi (sáttmála S.þ.) frá 1966, en þar eru notuð orðin „ ... alla dóma .. . skal kunn- gera opinberlega ... “ Þegar mannréttindasáttmálinn var saminn, gat mönnum ekki dulist, að í mörgum aðildarríkjum Evrópuráðsins bygg- ist það á langri hefð, að dómar eru birtir með öðrum hætti en að lesa þá í heyranda hljóði. Því ber nauðsyn til að meta í ljósi sérkenna máls- meðferðarinnar og með tilliti til hlutverks og tilgangs 6. gi’., þá að- ferð við birtingu, sem viðhöfð er í ríki, er í hlut á, — fremur en að skýra 6. gr. að þessu leyti eftir orðanna hljóðan. f máli því, sem til úrlausnar er, verður að taka tillit til allrar máls- meðferðarinnar og hluta Hæstaréttar í henni. Hans hlutur var aðeins að endurskoða lagamat áfrýjunardómstóls. Úrræðin, sem Hæstii'éttur gat gripið til, voru aðeins að vísa áfrýjuninni um lagaatriði frá eða ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu heim til dómstólsins á fyrsta dómstigi. Niðurstaða Hæstaréttar var sú, eftir að málið hafði komið fyrir á opnu dómþingi, að vísa áfrýjuninni frá. Staða kærand- ans Pretto hafði í engu breyst og hann gat eins og allir aðrir séð eða fengið eintak af dómnum hjá dómritaraskrifstofunni. 283

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.