Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Page 82

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Page 82
NiðurstaSa: Ekki brot. II. Málsmeðferð innan hæfilegs tíma. 1. Tíminn, sem máli skipti, gat ekki byrjað fyrr en 1. ágúst 1973, þegar í gildi gekk yfirlýsing Italíu um viðurkenningu á kærurétti ein- staklinga. Taka verður til athugunar, hvernig málið var þá á vegi statt. Lok tímans er dagurinn, þégar dómur Hæstaréttar var aðgengi- legur á dómritaraskrifstofunni. Þetta eru 3 ár, 6 mánuðir og 5 dagar. 2. Mat á því, hvort tíminn var hæfilegur, fer eftir atvikum í málinu og atriðum, sem fram koma í fyrri dómum mannréttindadómstólsins. a) Virða verður, hversu flókið mál var. Mál kæranda snerist um óumdeild atvik, en lögskýring var fremur flókin. b) Kærandi verður ekki sakaður um að hafa tafið málið, en var engu að síður ábyrgur að nokkru fyrir því, að það dróst. c) Þegar vinna dómara að málinu er metin, verður að skipta máls- meðferðartímanum í fimm skeið. Tafir urðu, sem e.t.v. mátti forðast, en þær voru ekki svo alvarlegar, að unnt sé að telja málsmeðferðina sem heild hafa tekið of langan tíma. Niðurstaða: Ekki brot. I dómnum var vísað til 8 eldri dóma mannréttindadómstólsins. 15. AXEN. Dómur 8. desember 1983. Aðildarríki: Sambandslýðveldið Þýskaland. Málinu var vísað til mannréttindadómstólsins 17. maí 1982 af mann- réttindanefndinni. Dómur var uppkveðinn af mannréttindadómstóln- um fullskipuðum. Kærandi hélt því fram, að brotið hefði verið gegn 6. gr. 1. mgr. mannréttindasáttmálans, þar sem Hæstiréttur Sambandslýðveldisins hefði ekki fjallað um mál opinberlega og ekki kveðið upp dóm sinn í heyranda hljóði, sbr. 1. kafla 2. hluta laga frá 15. ágúst 1969 um ráð- stafanir til að flýta einkamálum. I. Almennar athugasemdir. 1. Hugsanlegur árangur málskots til mannréttindadómstólsins. a) Mannréttindadómstóllinn hefur ekki heimild til að meta hugsan- legan árangur ákvörðunar um málskot, en slíkt mat er hjá mann- réttindanefndinni einni. 284

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.