Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Page 83

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Page 83
b) Það hefur litla þýðingu, að lögin frá 15. ágúst 1969 eru ekki lengur í gildi, þar sem kærandi hefur ekki, þótt svo sé, náð þeim rétti, sem hann krefst sér til handa. c) Það skiptir heldur ekki miklu máli, að hverju kærandi stefnir í raun, þar sem hlutverk dómstólsins ræðst af 6. gr. 1. mgr. mann- réttindasáttmálans. 2. Opinber málsmeðferð. 6. gr. 1. mgr. Almennt. — Málsmeðferð í heyranda hljóði ver aðila fyrir leynd yfir starfi að réttargæslu, og er þetta eitt af því, sem stuðlar að trausti á dómstólum og því, að markmiði 6. gr. 1. mgr. verði náð, en það er réttlát málsmeðferð. Nokkuð er misjafnt eftir aðildarríkjum, hvernig lög og venjur eru að þessu leyti, en það skiptir ekki eins miklu máli og hitt, að virtur sé sá tilgangur, sem býr að baki kröfunni um málsmeðferð í heyranda hljóði. 3. Beiting 6. mgr. Ekki var um það deilt, að 6. gr. yrði beitt. Mannréttindadómstóll- inn tók fram, að það færi eftir atvikum hvers máls, hvernig henni yrði beitt, og verður að taka tillit til allrar málsmeðferðarinnar. II. Opinber málsmeðferð. Héraðsdómur og áfrýjunarréttur höfðu fjallað um málið á dómþing- um og í heyranda hljóði. Hæstiréttur þurfti að halda dómþing, ef niður- staðan hjá honum var önnur en sú, að máli skyldi vísað frá. Niðurstaða: Ekki brot. III. Dómsuppsaga í heyranda hljóði. Eftir að hafa fjallað um þetta atriði mjög með sama hætti og i máli Pretto og fleiri, sem rakið er hér á undan, komst mannréttindadóm- stóllinn að þeirri niðurstöðu, að ekki hefði verið brotið gegn 6. gr. 1. mgi'. I dómnum er vísað til 8 eldri dóma mannréttindadómstólsins. 285

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.