Tímarit lögfræðinga - 01.12.1983, Síða 84
Ávíð
02 dreií
DÓMARAFÉLAG REYKJAVÍKUR
Aðalfundur Dómarafélags Reykjavíkur var haldinn 2. nóvember 1983. For-
maður setti fundinn, minntist Emils Ágústssonar, fyrrv. borgardómara, og bauð
nýja félagsmenn velkomna. Auk venjulegra aðalfundarstarfa fjallaði Eggert
Óskarsson borgardómari um kjaramál.
í skýrslu stjórnar kom það fram að fimm bókaðir stjórnarfundir höfðu verið
haldnir á starfsárinu og fjallað m.a. um veitingu dómaraembætta, tímabærar
breytingar á lögum um meðferð einkamála í héraði, aðskilnað stjórnsýslu og
dómgæslu og stjórnarskrárákvæði um dómstóla og réttarfar.
Stjórn félagsins var endurkjörin, en hana skipa: Steingrímur Gautur Krist-
jánsson borgardómari, formaður, Friðgeir Björnsson borgardómari, varafor-
maður, Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari, ritari, Jónas Gústavsson borg-
arfógeti, gjaldkeri, Haraldur Henrýsson sakadómari, meðstjórnandi, og Már
Pétursson héraðsdómari og Hrafn Bragason borgardómari, varastjórnarmenn.
Á fundinum voru gerðar eftirfarandi ályktanir:
1. Fundurinn telur að hraða beri heildarendurskoðun dómstólaskipunarinnar.
Sú endurskoðun feli einkum í sér:
1.1. Aðskilnað dómstarfa og umboðsstjórnar í sem ríkustum mæli.
1.2. Lögtöku frumvarps til laga um lögréttu og að það verði aftur megin-
regla að Hæstiréttur fjalli fullskipaður um mál sem til hans er skotið.
2. Fundurinn fagnar gildistöku laga 28/1981 um breyting á lögum um með-
ferð einkamála í héraði og leggur áherslu á að allt kapp verði lagt á að
framkvæma þau í samræmi við þær meginhugmyndir sem lögin eru byggð á.
3. Fundurinn vekur athygli á að með lögum 28/1981 eru afnumdar síðustu
leifar löggjafar um þátttöku leikmanna, annarra en sérfræðinga, í dóm-
störfum og hvetur til þess að athugað verði hvort þátttaka leikmanna í
störfum dómstóla sé æskileg, og þá hvernig henni verði best fyrir komið.
4. Fundurinn hvetur til að hraðað verði endurskoðun laga um meðferð opin-
berra mála, einkum með það fyrir augum:
4.1. að málsmeðferð á héraðsdómstigi verði munnleg í ríkara mæli og að
hlutur ákæruvalds í málsmeðferð verði þá að sama skapi meiri en nú og
4.2. að komið verði á fullri greiningu milli lögreglustarfa og dómstarfa við
rannsókn og meðferð opinberra mála við alla dómstóla.
5. Fundurinn skorar á Alþingi að veita nauðsynlegt fé til byggingar dómhúss
í Reykjavík svo að byggingarframkvæmdir geti hafist án tafar í samræmi
við (Dingsályktun 29. apríl 1977.
6. Með vísan til umræðna á fundi stjórnarmanna í félaginu með dómsmála-
ráðherra og ráðuneytisstjóranum í dómsmálaráðuneytinu 18. febrúar f. m.
286