Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 4
Gera verður ráð fyrir að skoðanir framangreindra aðila á því sem refsi-
vörslunni heyrir til hafi mótast af þeirri reynslu sem þeir hafa öðlast í áranna rás
við dagleg störf og byggist a.m.k. að einhverju leyti á mati á því sem þeir telja
að refsingarnar skili. En er þá einfaldlega hægt að segja að þessar skoðanir séu
hinar einu réttu og eftir þeim beri að fara? Að sjálfsögðu ekki. Það verður eins
og fyrri daginn að gjalda varhug við þeirri hættu sem ætíð vofir yfir að menn
verði þannig samgrónir störfum sínum að þeir missi eða skorti heildarsýn yfir
starfsvettvanginn. Ef hjólfarið er farið að ráða ferðinni en stefnir í ranga átt þarf
eitthvað til þess að koma mönnum upp úr því og fá þá til að setja stefnuna á
réttan áfangastað.
Ritstjórinn og þingmaðurinn sem að framan er getið töluðu í nafni almenn-
ings og kröfðust þyngri refsinga fyrir hans hönd. Það er alveg rétt að ýmsar
raddir hafa heyrst á opinberum vettvangi um það að refsingar séu of vægar
almennt eða fyrir tiltekin brot og fyrir hefur komið að fjölmiðlamenn hafa gert
samanburð á refsingum, sem reyndar hefur borið það með sér að vera byggður
vanþekkingu. Það er út í bláinn að ætla sér að bera einungis saman brot og
refsingu og benda síðan á mismun á refsingum fyrir hinar ýmsu brotategundir.
Það verður að skoða hvert mál frá upphafi til enda og öll þau atriði sem áhrif
hafa á refsimatið, lögbundin og ólögbundin. Það er ekki hægt að ætlast til þess
að almenningur geri þetta, en ekki hjálpar það honum til við að mynda sér
marktæka skoðun á refsingum þegar fjölmiðlamenn, sem eru skoðanamótandi,
gera sig bera að fáfræði, raunar hvað eftir annað. Það ber þó að taka skýrt fram
að ekki er hægt að setja alla fjölmiðlamenn undir sama hatt að þessu leyti.
Þeir sem við refsivörsluna fást forðast það flestir af eðlilegum ástæðum að
taka þátt í umræðu af þessu tagi en ef til vill er það ekki réttlætanlegt að láta
umræðuna afskiptalausa miklu lengur. Inn í umræðuna þarf að koma sú þekking
sem nauðsynleg er til þess að skoðanamyndun byggist á staðreyndum en ekki
tilfinningalegu mati fyrst og fremst þótt það verði eflaust áfram til staðar að
einhverju marki sem ekkert er við að segja.
Það sem að framan er sagt ber ekki að skilja svo að ekki eigi að líta til þess
sem fram kemur í opinberri umræðu þótt það kunni að vera illa grundað, heldur
er verið að reyna að benda á þá nauðsyn að sú umfjöllun geti átt sér stað sem
nauðsynleg er til þess að mönnum sé kleift að mynda sér skoðun með ákveðnar
staðreyndir í huga en ekki samkvæmt tilfinningunum einum saman. Þarna er
ákveðinn vandi fyrir hendi sem bregðast þarf við með einhverjum hætti.
í hópi dómara er um það rætt að athugandi sé að dómstólarnir ráði sér
einhvers konar fjölmiðlafulltrúa sem hefði það hlutverk að koma fram fyrir
þeirra hönd bæði er varðar dóma í einstökum málum og eins til að taka þátt í
almennri umræðu.
Þá er full ástæða til að hvetja prófessora og kennara í lögfræði og aðra fræði-
menn á sviði lögfræðinnar að láta meira í sér heyra en verið hefur.
Þetta gæti að einhverju marki leitt til þess að umræðan yrði ekki jafn einhæf
og fordómafull og verið hefur og þar af leiðandi marktækari.
228