Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 42
hun efter at have genoptaget arbejdet fortsat var generet af hovedpine og hukommelses- og koncentrationsbesvær".)19 (Feitletur AÞO) I lögskýringabók Anders Vinding Kruse og Jens Möller kemur fram að gangist tjónþoli undir einhverja meðferð annað hvort hjá lækni eða öðrum skuli hann skilgreindur „veikur": Man má anses for »syg«, hvis man er undergivet en vis form for behandling, enten ved læge eller pá anden máde, f.eks. genoptræning, se herved U 1975.527 H (skadelidte havde været egentlig sengeliggende i cirka syv uger og havde herefter »været undergivet en mere intensiv lægebehandling«) og U 1983.377 H (skadelidte var indlagt i 23 dage og mátte ifplge en læge páregne mindst en máneds sygdomsperiode i pvrigt. Ud over de 23 dage fik skadelidte godtgjort svie og smerte i lidt over en máned).20 (Feitletur AÞÓ) Upplýsingarnar úr ofannefndum tilvitnunum um þjáningar má draga saman þannig: I þjáningahugtakinu felst að tjónþoli sé veikur eftir líkamstjón, hafi truflun á eðlilegri líkamsstarfsemi, þjáist líkamlega og/eða andlega vegna líkamsskaðans og sé á batavegi. Tjónþoli er þá til rannsókna og meðferðar hjá lækni eða í meðferð sem læknir hefur ráðlagt, s.s. sjúkraþjálfun. Þjáningatími hefst á tjónsdegi og lýkur þegar ekki er að vænta frekari bata að mati læknis. Bati einkennir því þjáningatímann og markar lok hans. Batahugtakið er afar huglægt kennimerki bæði í hugum lærðra og leikra og leiðir til margvíslegra túlkunarmöguleika og þar með óvissu í notkun. Slíkt verður að teljast óæskilegt í ljósi þess að ásetningur löggjafans var að reglan ætti að vera „einföld og skýr“.21 Gagnlegt væri að skilgreina batahugtakið nánar. Hægt er að hugsa sér þrenns konar skilgreiningu á bata, annars vegar hlutlæga er byggist á þáttum er má mæla, mynda eða staðreyna með endurtekningu og ætti við um gróanda sára og beinbrota, hreyfanleika liða, stærð og styrk vöðva og fleira af því tagi. Þá má miða bata við huglæg einkenni, s.s. almenna líðan tjónþola, verkjaupplifun og óþægindi hverskonar. Reynslan sýnir að verulegur munur er á tímalengd bata eftir því hvort hann er metinn eftir hlutlægum eða huglægum atriðum þar sem þau síðarnefndu vara að jafnaði lengur. Loks má miða bata við óbein atriði, er tengjast lok spítalameðferðar, innlögn á framtíðardvalarstað eða áhrifum frekari meðferðar á miska- og örorkustig.22 3.1.1 Þjáður en vinnufær Rétt er að taka fram að þjáningahugtakið felur ekki í sér það skilyrði að 19 Eyben, Bo von, Nprgaard, Jprgen, Vagner, Hans Henrik: Lærebog i erstatningsret. Kaup- mannahöfn 1995, bls. 235. 20 Kruse, Anders Vinding og Mpller, Jens: Erstatningsansvarsloven med kommentarer. Kaupmannahöfn 1993, bls. 81. Karnovs lovsamling. Karnovs forlaget 1996, bls. 3785. 21 Frumvarp til skaðabótalaga, lagt fyrir 116. löggjafarþing 1992, bls 29. 22 Sjá nánar í kafla 4.1.2 Bataviðmið. 266
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.