Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 10
3. SKAÐABÓTAREGLUR í ÖÐRUM LÖNDUM Við undirbúning álitsgerðar okkar til allsherjamefndar könnuðum við eftir föngum reglur um skaðabætur fyrir líkamstjón á Norðurlöndum og í löndum Evrópusambandsins. Þá öfluðum við gagna um samanburð á bótafjárhæðum frá hinum bótaskylda eftir löndum miðað við tiltekin tilbúin dæmi um örorkutjón.1 Eins og bent var á í greinargerð með frumvarpi til skaðabótalaga nr. 50/1993 höfðu verið sett skaðabótalög á hinum Norðurlöndunum áður en svo var gert hér á landi. í greinargerðinni kemur einnig fram að bótafjárhæðir frumvarpsins séu ákveðnar að danskri fyrirmynd.2 Þar sem deilur um íslensku skaðabótalögin hafa aðallega snúist um marg- földunarstuðulinn í 1. mgr. 6. gr. laganna er rétt að taka fram að einungis dönsku skaðabótalögin, auk hinna íslensku, fela í sér reiknireglu (margföldunarstuðul) um hvernig fjártjón vegna varanlegrar örorku skuli reiknað. í skaðabótalögum Finna, Norðmanna og Svía eru ýmsar almennar reglur um stofnun skaðabóta- ábyrgðar og ákvörðun skaðabóta vegna líkamstjóns. Engum stöðluðum reikni- reglum er hins vegar til að dreifa eins og í dönsku og íslensku skaðabótalög- unum. Þó er það meginreglan samkvæmt norsku lögunum að örorkubætur til barna eru staðlaðar á grundvelli læknisfræðilegs örorkumats. I Danmörku hafa skaðabótalögin verið gagnrýnd og því verið haldið fram að reikniregla laganna leiði til þess að þeir sem fái framtíðartekjutjón sitt einungis bætt á grundvelli þeirra laga fái ekki fullar bætur fyrir fjártjón sitt. Hefur verið bent á að margfeldisstuðull laganna, sem er 6, hafi verið ákveðinn miðað við framtíðarávöxtun sem byggð hafi verið á markaðsnafnvöxtum á þeim tíma sem lögin voru sett, en þeir munu hafa verið milli 15 og 20% á ári.3 Gagnrýnendur hafa bent á að slík ávöxtun verðtryggðs höfuðstóls til frambúðar sé ekki möguleg og margfeldisstuðulinn eigi að ákvarða út frá mögulegri raunávöxtun höfuðstólsins, þ.e. verðmætisaukningu hans að teknu tilliti til verðlags- eða launabreytinga. Má segja að niðurstöðumar í H 1984 917 og H 1995 937 um að miða beri framtíðarávöxtun við raunvexti en ekki nafnvexti, sé í samræmi við þessa skoðun. I þessu sambandi er rétt að vekja athygli á því að samkvæmt reglugerð nr. 210/1978 sem sett er með heimild í dönsku atvinnuslysatryggingalögunum (Arbejdsskadeforsikringsloven nr. 390/1992) er margföldunarstuðullinn til 1 Sjá ritin Personal Injury Awards in EC Countries í samantekt ensku lögfræðinganna David Mclntosh og Marjorie Holmes, útg. af Lloyd’s of London Press Ltd, Davies Amold Cooper, í London 1990 og Personal Injury Avvards in EU and EFTA Countries í samantekt sömu höfunda sem útg. var af sama aðila í London 1994. 2 Frumvarp til skaðabótalaga. Alþingistíðindi 1992-1992. A-deild, þingskjal 596, bls. 3621. 3 í upphaflegri gerð frumvarps til dönsku skaðabótalaganna var margfeldisstuðullinn 5. Sá stuðull var miðaður við 20% framtíðarávöxtun. Nafnvextir lækkuðu áður en frumvarpið varð að lögum og leiddi það til hækkunar stuðulsins í 6. Sjá um þetta grein dr. jur. Bo von Eyben, „Lovgivning om erstatningsudmáling" í Ugeskrift for Retsvæsen 1984, afdeling B, bls. 97-105 (100). Sjá einnig ritið Erstatningsansvarsloven med kommenter eftir Anders Vinding Kruse og Jens Möller, 3. útg. 1993, bls. 152-153. 234
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.