Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 21
Tafla 3. Aldursfylgni atvinnutekna. % meðaltalslauna heildarinnar12
Aldur % Aldur % Aldur %
-20 43,0 36-40 131,4 56-60 117,0
21-25 73,7 41-45 136,1 61-65 106,3
26-30 102,9 46-50 132,2 66-70 87,7
31-35 120,7 51-55 125,4 71-75 49,7
76- 33,0
Við útreikning á framtíðartekjumissi, er ekki eðlilegt að byggja á
tekjureynslu liðinna ára, án þess að taka tillit til þess, að almennt eru menn að
vinna sig upp í tekjum fyrstu árin, sem þeir eru á vinnumarkaðinum. Samkvæmt
því gengum við út frá 30% álagi á tekjur þess, sem slasast 17 ára. Það álag
stiglækkar fram til loka 29. aldursárs. Á sama hátt þarf að taka tillit til þess að
líkur eru fyrir lækkandi tekjum á síðari hluta starfsævi. Hefur álagið á tekjur
fram til 30 ára aldurs og skerðing eftir það aldursmark verið reiknað inn í
töfluna í 6. gr. tillögu okkar. Kemur þetta fram í dálki 3 í fylgiskjali 2 sem
greininni fylgir.
Tafla 4. Aldursleiðrétting13
Aldur Margfeldi Aldur Margfeldi Aldur Margfeldi
0 1,300 30 0,970 50 0,910
10 1,300 35 0,945 55 0,960
17 1,300 40 0,935 60 0,965
25 1,070 45 0,920 65 1,000
83 1,000
7. grein laganna er svohljóðandi:
Árslaun teljast vera heildar-
vinnutekjur tjónþola á næstliðnu
ári fyrir þann dag er tjón varð.
Árslaun skulu þó metin sér-
staklega þegar óvenjulegar að-
stæður eru fyrir hendi, t.d. breyt-
ingar á tekjum eða atvinnuhög-
um.
Ekki skal miða við hærri
árslaun en 4.500.000 kr.
Árslaun
7. grein laganna orðist svo:
Árslaun til ákvörðunar bóta samkvæmt 6.
grein skulu teljast vera meðalatvinnutekjur tjón-
þola að meðtöldu framlagi vinnuveitanda til líf-
eyrissjóðs á síðustu þremur almanaksárum fyrir
þann dag, er tjón varð, leiðrétt samkvæmt launa-
vísitölu til þess tíma er honum er metin varanleg
örorka.
Árslaun skulu þó metin sérstaklega þegar
óvenjulegar aðstæður eru fyrir hendi, t.d. ef
breytingar atvinnuhögum leiða til breyttra tekna
12 Alþingistfðindi 1995-1996. A-deild. Bls. 3335.
13 Alþingistíðindi 1995-1996. A-deild. Bls. 3337.
245