Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 100
Félagsmenn eru hins vegar rétt um 890 og skýrist mismunur á því að nýút-
skrifaðir lögfræðingar greiða ekki félagsgjald fyrsta árið eftir útskrift. Inn-
heimta árgjalds hefur gengið með svipuðum hætti og síðustu ár eins og
ársreikningar félagsins, sem kynntir verða hér á eftir, bera með sér. Stöðugt er
unnið í innheimtu eldri félagsgjalda, en þó ekki með nægilega góðum árangri.
Félagsmenn sem enn eiga ógreidd félagsgjöld eru hvattir til að gera skil hið
fyrsta.
11. Lokaorð
Skýrsla þessi sýnir að starfsemi félagsins var í hefðbundnum skorðum á því
starfsári sem nú er að líða. Jafnframt var bryddað upp á því nýmæli að efna til
fræðaferðar til útlanda sem hlaut mikinn hljómgrunn meðal félagsmanna og fór
þátttakan fram úr björtustu vonum. Á starfsárinu var brugðist við sífellt
dræmari fundarsókn á fræðafundi félagsins með því að halda morgunverðar-
fundi í stað kvöldfunda. Sú breyting byggðist m.a. á niðurstöðu viðhorfs-
könnunar meðal félagsmanna sem gerð var á málþingi félagsins haustið 1996.
Af þátttöku félagsmanna í morgunverðarfundum starfsársins verður ekki annað
ráðið en að þessi tími henti fólki yfirleitt betur því á flestum þeirra voru
þátttakendur um og yfir 40 talsins. Einnig var í tilraunaskyni gripið til tækn-
innar og félagsmenn sem höfðu netheimilisföng minntir á fræðafundi með
netsendingum. Virtist það gefa góða raun. Stjóm félagsins hefur haft til skoð-
unar að setja upp heimasíðu fyrir félagið og er það mál á undirbúningsstigi. Á
síðunni verða upplýsingar um félagið, stjóm og starfsmann, opnunartíma skrif-
stofu, fræðafundi framundan auk tenginga við upplýsingar á lögfræðisviði
annars staðar á netinu. Loks ber að geta þess að Lögfræðingafélagið verður 40
ára 1. apríl 1998. Þeirra tímamóta þarf að minnast með verðugum hætti.
Eg hef ákveðið að gefa ekki kost á mér til endurkjörs sem formaður Lög-
fræðingafélags íslands. Ég hef átt sæti í stjóm lögfræðingafélagsins um átta ára
skeið, fyrst sem gjaldkeri, síðan sem varaformaður og loks sem formaður
síðustu þrjú árin. Ég á góðar minningar og ánægjulegar um störfin í stjóminni
þessi átta ár, fyrst undir formennsku Garðars Gíslasonar og síðan Gunnlaugs
Claessen og hverf úr stjóminni með söknuði. En mál er að linni og tímabært að
gefa nýju fólki tækifæri til að veljast til ábyrgðar í félaginu. Ég vil að lokum
þakka samstjómarmönnum mínum og framkvæmdastjóra félagsins fyrir góða
samvinnu og ánægjuleg kynni. Félagsmönnum öllum þakka ég fyrir þátttöku í
félagsstarfinu. Öflug þátttaka félagsmanna er forsenda fyrir árangursríku starfi
í félaginu. Ég árna Lögfræðingafélagi íslands allra heilla á komandi tímum.
Dögg Pálsdóttir
324