Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 79
samkvæmt þeim greinum getur útsvarið verið 11,24 til 12,04% (í staðgreiðslu
árið 1997 11,57%). Stjómarlaunin eru staðgreiðsluskyld, sbr. 2., 4. og 5. gr. 1.
nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, og er sú staðgreiðsla fullnaðar-
greiðsla skv. 9. gr. s.l. Samkvæmt þessu er íslenskum skattyfirvöldum skylt að
taka 31,57% skatt af stjómarlaununum þess manns sem búsettur er í Danmörku,
enda stendur 16. grein Norðurlandasamningsins því ekki í vegi. Orðanotkunin
„má skattleggja“ í 16. grein merkir það einungis að Island og Danmörk hafa í
samningum orðið ásátt um það sín á milli að Island megi beita þeim skatt-
lagningarrétti sem það hefur samkvæmt íslenskum lögum og að skattlagningar-
réttur Islands sætir engum takmörkunum samkvæmt samningnum.
Ef dæminu er haldið áfram til Danmerkur þá er danski stjómarmaðurinn
heimilisfastur þar og þar með skattskyldur af stjórnarlaununum frá Islandi. Ef
við gefum okkur það að tekjuskatturinn af stjómarlaununum í Danmörku sé
50%, kemur Danmörk í veg fyrir tvísköttun með því að leyfa sem frádrátt frá
þessum 50% danska tekjuskatti þann 31,57% skatt sem tekinn hefur verið á
Islandi, sbr. 1. mgr. 25. greinar Norðurlandasamningsins. Niðurstaðan er því sú
að ísland og Danmörk hafa skipt með sér réttinum til að skattleggja stjómar-
launin.
Það verður því einnig að hafa það í huga við túlkun og framkvæmd
samningsins að þegar „skattleggja má“ tekjur eða eignir samkvæmt ákvæðum
6.-24. greinar samningsins þá þýðir það ekki að hitt ríkið sé svipt réttinum til
þess að skattleggja viðkomandi tekjur eða eignir. Skattlagningin getur einnig
farið fram í hinu ríkinu ef það er á annað borð heimilt samkvæmt lögum þess
rikis. Ef gjaldandinn er heimilisfastur í því ríki er það ríki skuldbundið til þess
að koma í veg fyrir þá tvísköttun sem af því leiðir, sbr. 25. grein samningsins.
Ef upprunalandið afsalar sér rétti til skattlagningar ákveðinna tekna eða eigna
þá er það venjulega orðað þannig að viðkomandi tekjur eða eignir „skuli
einungis" skattlagðar í heimilisfestarlandinu. Ef þannig er að farið er útilokað
að tvísköttunartilvik komi til, sbr. t.d. 1. mgr. 11. greinar samningsins um vexti.
3.3.4.2 6. grein. Tekjur af fasteign
í 6. grein er fjallað um skattlagningu tekna af fasteign. 1., 2. og 4. mgr. eru
óbreyttar frá gamla samningnum og í samræmi við samsvarandi grein í OECD-
fyrirmyndinni. í greininni er ákveðið að tekjur af fasteign megi alltaf skatt-
leggja í því ríki sem fasteignin er staðsett. Skilgreining á hugtakinu „fasteign“
sem í gamla samningnum var að finna í 2. mgr. 6. greinar hefur nú verið flutt í
f lið 1. mgr. 3. greinar. Samkvæmt henni skal hugtakið „fasteign“ hafa sömu
merkingu og hugtakið hefur samkvæmt lögum þess samningsríkis þar sem
fasteignin er. Það felur þó samkvæmt 3. greininni í öllum tilvikum í sér fylgifé
með fasteign, áhöfn og tæki sem notuð eru í landbúnaði og við skógamýtingu,
byggingar, réttindi varðandi fasteignir samkvæmt reglum einkamálaréttar,
afnotarétt af fasteign og rétt til breytilegs eða fasts endurgjalds fyrir hagnýtingu
á eða rétt til hagnýtingar á námum, lindum eða öðrum náttúruauðlindum.
303