Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 69
unarsamninga milli OECD-ríkja og einnig milli annarra rfkja sem byggja á
OECD-fyrirmyndinni.
Ráð Efnahags- og framfarastofnunarinnar hefur mælt með því við aðildarríki
OECD að þau noti samningsfyrirmyndina við gerð tvísköttunarsamninga. Þar
sem löggjöf er ólík í hinum ýmsu ríkjum hafa þau allflest sín eigin samnings-
drög sem þau hafa lagað að sinni löggjöf þar sem hin einstöku ákvæði eru orðuð
í samræmi við ítrustu óskir þeirra. Þessi samningsdrög eru venjulega ekki gefin
út opinberlega. Þar má þó nefna undantekningar. Þannig gefa Bandaríkin út
sérstaka samningsfyrirmynd (Treasury Model) sem er byggð á OECD-fyrir-
myndinni, en með sérstakri áherslu á þau ákvæði sem Bandaríkin telja að skipti
máli vegna samningastefnu þeirra. Einnig gefur hollenska fjármálaráðuneytið
út staðlaðan samning (standaardverdrag) sem viðauka við skýrslu um almenna
stefnu Hollendinga í samningamálum sem lagt er fyrir hollenska þingið.15
Hérlendis hafa á vegum fjármálaráðuneytisins verið samin samningsdrög til
notkunar í tvísköttunarsamningum. Þessi drög hafa ekki verið gefin út opin-
berlega en þau eru í stöðugri endurskoðun. íslensku samningsdrögin eru byggð
upp eins og OECD-fyrirmyndin og í jafn mörgum köflum. Þau eru þó einni
grein styttri þar sem við höfum ekki ákvæði um landfræðilega rýmkun. íslensku
samningsdrögin víkja þó í ýmsum greinum frá samningsfyrirmynd OECD
vegna sérástæðna í íslenskum lögum eða annarra íslenskra sjónarmiða.
3. NORÐURLANDASAMNINGURINN
3.1 Inngangur
Þann 23. september 1996 var undirritaður nýr Norðurlandasamningur til að
komast hjá tvísköttun að því er varðar skatta á tekjur og eignir. Samningurinn
tók gildi 11. maí sl. og verður honum beitt um tekjur sem aflað er frá 1. janúar
1998 og eignir í lok þess árs og síðar. Nýi samningurinn (sem er óbirtur þegar
þetta er ritað) mun leysa af hólmi núgildandi norrænan marghliðasamning til að
komast hjá tvísköttun sem undirritaður var 12. september 1989, sbr. Stjómar-
tíðindi C, nr. 19/1989.
Norðurlandasamningurinn tekur eins og áður segir til Danmerkur, Færeyja,
Finnlands, Islands, Noregs og Svíþjóðar. Færeyjar urðu aðilar að samningnum
1989 en hin löndin hafa öll verið með síðan fyrsti Norðurlandasamningurinn
um tvísköttun var gerður árið 1983. 1983-samningurinn átti sér nokkurn
aðdraganda. Fyrsta hugmyndin um marghliða tvísköttunarsamning milli
Norðurlandanna kom fram á sjöunda áratugnum. Áður en farið var að vinna að
þeirri hugmynd ákvað EFTA að setja á fót vinnuhóp sem fékk það hlutverk að
útbúa marghliða tvísköttunarsamning sem gilda skyldi milli EFTA-ríkjanna.
Þessi vinnuhópur vann á áranum 1965-1969 og áttu fulltrúar allra Norður-
15 K. Vogel, bls. 10.
293