Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 13
takmörkuð en að mati fulltrúa félaganna höfðu ekki komið fram nein sérstök
vandamál við ákvörðun þjáningabóta á grundvelli greinarinnar
í Danmörku hafa verið að festast í sessi skýringareglur varðandi hugtök í
sambærilegri grein dönsku skaðabótalaganna.5 Við teljum skynsamlegt að við
túlkun þessarar greinar verði m.a. höfð hliðsjón af þeim skýringareglum sem
myndast hafa í Danmörku.
Að öllu framangreindu athuguðu gerðum við ekki tillögu um breytingu á 3.
gr. skaðabótalaganna.
Varanlegur miski
4. grein laganna er svohljóðandi:
4. grein laganna orðist svo:
Þegar fjárhæð bóta fyrir varan-
legan miska er ákveðin skal litið til
þess hvers eðlis og hversu miklar
afleiðingar tjóns eru frá læknis-
fræðilegu sjónarmiði, svo og til
erfiðleika sem það veldur í lífi
tjónþola. Varanlegur miski skal
metinn til stiga og skal miða við
ástand tjónþola eins og það er þegar
ekki er að vænta frekari bata. Þegar
miski er metinn alger (100%) skulu
bætur vera 4.000.000 kr. Við lægra
miskastig lækkar fjárhæð þessi í
réttu hlutfalli. Þegar sérstaklega
stendur á er heimilt að ákveða hærri
bætur, þó ekki meiri en 6.000.000
kr. Engar bætur skal greiða þegar
varanlegur miski er metinn minni
en 5%.
Hafi tjónþoli verið 60 ára eða
eldri þegar tjón varð lækka bætur
sem ákveðnar eru eftir 1. mgr. um
5% fyrir hvert aldursár tjónþola
umfram 59 ár. Bætur lækka þó
ekki frekar eftir 69. aldursár tjón-
þola.
Um greiðslur frá þriðja manni
fer eftir ákvæðum 1., 3. og 4.
málsl. 4. mgr. 5. gr.
Þegar fjárhæð bóta fyrir varanlegan miska er
ákveðin skal litið til þess hvers eðlis og hversu
miklar afleiðingar tjóns eru frá læknisfræðilegu
sjónarmiði, svo og til erfiðleika sem það veldur
í lífi tjónþola. Varanlegur miski skal metinn til
stiga og skal miða við ástand tjónþola eins og
það er þegar ekki er að vænta frekari bata.
Bætur þessar fara eftir aldri tjónþola á
tjóndegi og skulu vera þessar fyrir algeran, 100
stiga, miska:
Aldur krónur Aldur krónur
49 áraogyngri 4.000.000 62 ára 3.480.000
50 3.960.000 63 „ 3.440.000
51 3.920.000 64 „ 3.400.000
52 3.880.000 65 „ 3.360.000
53 3.840.000 66 „ 3.320.000
54 3.800.000 67 „ 3.280.000
55 3.760.000 68 „ 3.240.000
56 3.720.000 69 „ 3.200.000
57 3.680.000 70 „ 3.160.000
58 3.640.000 71 „ 3.120.000
59 3.600.000 72 „ 3.080.000
60 3.560.000 73 „ 3.040.000
61 3.520.000 74 „ eða eldri 3.000.000
Við lægra miskastig lækka fjárhæðir þessar í
réttu hlutfalli. Þegar sérstaklega stendur á er
heimilt að ákveða hærri bætur, þó aldrei meira
en 50% hærri en í töflunni.
Um greiðslur frá 3ja manni fer eftir ákvæðum
1„ 3. og 4. málsl. 4. mgr. 5. gr.
5 Kamovs Lovsamling 1993, bls. 3281. Þar segir m.a. „Sengeliggende skal forstás bogstaveligt,
dog regnes hospitalsindlæggelse altid som sengeliggende sygedage. Oppegáende sygedage
forudsætter, at skadelidte er undergivet lægelig behandling i et vist omfang".
23 7