Tímarit lögfræðinga - 01.12.1997, Blaðsíða 96
4. Hinn 23. janúar 1997 var haldinn í Skála, Hótel Sögu morgunverðarfundur
um nýskipan lögreglumála og aukið ákæruvald ríkislögreglu. Framsögumaður
var Bogi Nilsson ríkislögreglustjóri. Fundargestir voru 51.
5. Hinn 27. febrúar 1997 var haldinn í Skála, Hótel Sögu morgunverðarfundur
um framkvæmd fjármagnstekjuskattslaga. Frummælandi var Sigurjón Högna-
son deildarstjóri lögfræðideildar eftirlitsskrifstofu skattstjórans í Reykjavík.
Fundargestir voru 38.
6. Hinn 20. mars 1997 var haldinn í A-sal Hótel Sögu fræðafundur um
bandaríska réttarkerfið með sérstakri áherslu á Hæstarétt. Fyrirlesari var Olaf
N. Otto viðskiptafulltrúi við Sendiráð Bandaríkjanna á íslandi. Jafnframt var
fundurinn kynningarfundur vegna fræðaferðar félagsins til Bandaríkjanna.
Fundargestir voru 32.
7. Hinn 25. mars 1997 var haldinn í Skála, Hótel Sögu hádegisverðarfundur í
samvinnu við félagið Novella. Fundarefnið var konur og lögmannsstörf í
Bandaríkjunum. Fyrirlesari var Claire Ann Smearman lögmaður. Fundargestir
voru 47.
8. Hinn 9. september 1997 var haldinn í Skála, Hótel Sögu morgunverðar-
fundur um endurmenntun lögfræðinga. Framsögumenn voru Margrét S. Bjöms-
dóttir forstöðumaður Endurmenntunarstofnunar Háskóla íslands og Viðar Már
Matthíasson prófessor. Fundargestir vom 19.
9. Árlegt málþing félagsins var haldið í 27. skipti laugardaginn 4. október
1997 í Viðey. Að þessu sinni var fjallað um vátryggingarétt. Framsögumenn
voru: Guðný Björnsdóttir lögfræðingur hjá Sjóvá-Almennum sem fjallaði um
löggjöf og meginreglur í vátryggingarétti, Hákon Ámason hrl. sem fjallaði um
gildissvið ábyrgðartryggingar umferðarlaga og slysatryggingu ökumanna, dr.
Guðmundur Sigurðsson lögfræðingur hjá Tryggingamiðstöðinni sem fjallaði
um slysatryggingu launþega og tengsl við almennar reglur skaðabótaréttar,
Ingvar Sveinbjörnsson lögfræðingur hjá Vátryggingafélagi íslands sem fjallaði
um skipatryggingar og Jón Finnbjörnsson dómarafulltrúi sem fjallaði um
farmflutninga og ábyrgð farmflytjanda. Kristján G. Valdimarsson formaður
undirbúningsnefndar setti málþingið en málþingsstjóri var Amljótur Björnsson
hæstaréttardómari. Þátttakendur voru 88.
3. Fræðaferð til Bandaríkjanna
Á liðnum árum hefur Lögfræðingafélag íslands efnt til vorferða með
félagsmönnum. Þannig hafa félagsmenn og fjölskyldur þeirra farið til
Þingvalla, út í Viðey, um Reykjanes og á söguslóðir Njálu.
Er stjómin fór að ræða vorferðina 1997 kom upp sú hugmynd að leita á
320